Innlent

Þrumur og eldingar á Vestfjörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Kerfi Veðurstofunnar greindi fjórar eldingar yfir landi en líklega voru þær fleiri.
Kerfi Veðurstofunnar greindi fjórar eldingar yfir landi en líklega voru þær fleiri. Veðurstofa Íslands

Þrumur og eldingar heyrðust og sáust víða á Vestfjörðum í dag. Vestfirðingar hafa deilt myndum og myndböndum af látunum og virðast sammála um að þetta sé sjaldgæf sjón.

Kerfi Veðurstofu Íslands greindi fjórar eldingar yfir landi í dag og var það um fimm leitið. Um það leyti greindust nokkrar rétt vestur af Vestfjörðum sem gætu auðveldlega hafa sést og heyrst af landi.

Veðurfræðingur segir líklegt að eldingarnar hafi verið fleiri en kerfið greindi en margar greindust vestur af Íslandi í dag eins og sjá má á korti Veðurstofunnar.

Síðasta eldingin sem kerfi Veðurstofunnar greindi var klukkan 17:07.

Tiltölulega hlýtt var á Vestfjörðum í dag.

Samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar koma eldingar stundum í kjölfar skilja þegar skúra og éljabakkar myndast. Þá skapist óstöðugleiki í loftinu þegar skil fara yfir vestfirsku fjöllin og það getur dugað til að losa spennu í formi eldinga.

Hér að neðan má sjá tvær Facebook-færslur Vestfirðinga sem innihalda myndbönd af eldingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×