Ásta Kaldals boðin upp Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 15:00 Hin þekkta ljósmynd afa Jóns Kaldals og alnafna er tekin í stúdíói Jóns Kaldals við Laugaveg 11 á árunum 1951 eða 1952. vísir/vilhelm/kaldal Afkomendur ljósmyndarans Jón Kaldals hafa ákveðið að bjóða afrit af einhverri frægustu ljósmynd þjóðarinnar upp til styrktar Mæðrastyrksnefnd. „Fjölskyldunni fannst við hæfi að taka frá eintak númer 1 í upplaginu og bjóða upp og láta verðið sem fæst fyrir myndina renna óskipt til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur,“ segir Jón Kaldal, sonarsonur Jóns Kaldals ljósmyndara sem tók fræga mynd af Ástu Sigurðardóttur, en þann 21. desember næstkomandi eru 50 ár liðin frá því hún lést, aðeins 41 árs að aldri. Mikill áhugi hefur verið á Ástu að undanförnu. Skáldkonan er efniviður nýrrar leiksýningar sem er nú á fjölum Þjóðleikhússins í leikstjórn Ólafs Egilssonar og fyrir réttu ári voru fluttir á Rás 1 tveir útvarpsþættir Veru Sölvadóttur um Ástu, sem vöktu mikla athygli. Þá hefur ævisaga Ástu sem Friðrika Benónýsdóttir öðlast nýtt líf. Ekki eru til margar frægari ljósmyndir á Íslandi en þessi. Ásta Sigurðardóttir var fædd 1930 og lést 21. desember 1971. Ljósmyndin er tekin í stúdíói Jóns Kaldals við Laugaveg 11 á árunum 1951 eða 1952.jón kaldal „Við í fjölskyldunni höfum fundið fyrir miklum áhuga marga á því að eignast mynd afa af Ástu. Þessi fókus á dramatíska ævi hennar á örugglega sinn þátt í því og svo er þetta auðvitað frábær ljósmynd af gullfallegri konu sem skín af sjálfstæði og kraftur. Hún býður einhvern veginn heiminum birginn á þessari mynd, en hann átti svo ekki eftir að reynast henni góður,“ segir Jón, en myndin var tekin á árunum 1951 eða 1952 þegar Ásta var 21 eða 22 ára gömul. Úr varð að fjölskyldan ákvað að gefa út takmarkað upplag, 40 númeruð og stimpluð eintök sem eru unnin eftir upprunalega sýningareintakinu, eins og ljósmyndarinn gekk frá því á sínum tíma. Christopher Lund sá um gerð upplagsins sem er Epson Ultrachrome Pro pigment bleksprautuprent á sýrufrían Hahnemuhle PhotoRag Baryta ljósmyndapappír. Myndin verður afhent þeim sem á hæsta boðið innrömmuð í svörtum tréramma undir glampafríu sýningargleri. Stærð myndar er 25 x 32 cm. Stærð í ramma 43 x 51 cm. Uppboðið fram á Facebook síðu Jóns Kaldals ljósmyndara og stendur til og með 21. desember, sem er dánardagur Ástu. Myndlist Hjálparstarf Góðverk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Fjölskyldunni fannst við hæfi að taka frá eintak númer 1 í upplaginu og bjóða upp og láta verðið sem fæst fyrir myndina renna óskipt til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur,“ segir Jón Kaldal, sonarsonur Jóns Kaldals ljósmyndara sem tók fræga mynd af Ástu Sigurðardóttur, en þann 21. desember næstkomandi eru 50 ár liðin frá því hún lést, aðeins 41 árs að aldri. Mikill áhugi hefur verið á Ástu að undanförnu. Skáldkonan er efniviður nýrrar leiksýningar sem er nú á fjölum Þjóðleikhússins í leikstjórn Ólafs Egilssonar og fyrir réttu ári voru fluttir á Rás 1 tveir útvarpsþættir Veru Sölvadóttur um Ástu, sem vöktu mikla athygli. Þá hefur ævisaga Ástu sem Friðrika Benónýsdóttir öðlast nýtt líf. Ekki eru til margar frægari ljósmyndir á Íslandi en þessi. Ásta Sigurðardóttir var fædd 1930 og lést 21. desember 1971. Ljósmyndin er tekin í stúdíói Jóns Kaldals við Laugaveg 11 á árunum 1951 eða 1952.jón kaldal „Við í fjölskyldunni höfum fundið fyrir miklum áhuga marga á því að eignast mynd afa af Ástu. Þessi fókus á dramatíska ævi hennar á örugglega sinn þátt í því og svo er þetta auðvitað frábær ljósmynd af gullfallegri konu sem skín af sjálfstæði og kraftur. Hún býður einhvern veginn heiminum birginn á þessari mynd, en hann átti svo ekki eftir að reynast henni góður,“ segir Jón, en myndin var tekin á árunum 1951 eða 1952 þegar Ásta var 21 eða 22 ára gömul. Úr varð að fjölskyldan ákvað að gefa út takmarkað upplag, 40 númeruð og stimpluð eintök sem eru unnin eftir upprunalega sýningareintakinu, eins og ljósmyndarinn gekk frá því á sínum tíma. Christopher Lund sá um gerð upplagsins sem er Epson Ultrachrome Pro pigment bleksprautuprent á sýrufrían Hahnemuhle PhotoRag Baryta ljósmyndapappír. Myndin verður afhent þeim sem á hæsta boðið innrömmuð í svörtum tréramma undir glampafríu sýningargleri. Stærð myndar er 25 x 32 cm. Stærð í ramma 43 x 51 cm. Uppboðið fram á Facebook síðu Jóns Kaldals ljósmyndara og stendur til og með 21. desember, sem er dánardagur Ástu.
Myndlist Hjálparstarf Góðverk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira