Líklegt að vorveður verði á rauðum jólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 17:47 Nær engar líkur eru taldar á að það snjói yfir jólin. Vísir/Vilhelm Talsverðar líkur eru á því að vorveður verði yfir landinu öllu í næstu viku og fram yfir jól. Nær öruggt er í það minnsta að enginn snjór muni falla þessi jól. „Eins og oft vill verða á aðventunni er veðrið breytilegt en það má sjá núna um helgina að það verði stærri og meiri breytingar en bara til eins eða tveggja daga. Þær verða varanlegri og gætu mótað veðrið næstu vikuna, jafnvel fram yfir áramót,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að í stað þess að hin klassíska lægð, sem við íslendingar þekkjum svo vel, sé á leið hingað yfir landið úr suðvestri virðist nú háþrýstisvæði vera að magnast yfir Bretlandseyjum og geti áhrif þessa háþrýstisvæðis teygt anga sína hingað dagana fyrir jól. „Lægðirnar verða víðsfjarri og sennilega verður til að byrja með mild sunnanátt, strax um helgina þar sem hitinn verður fimm til tíu stig fyrir norðan og tekur upp allan snjó. Það hefur þegar gert það síðustu daga að einhverju leyti,“ segir Einar. „Síðan þegar hæðin kemur sér almennilega fyrir í kring um landið þá léttir líka til, það verður hæglátt og jafnvel heiðskýr himinn dag eftir dag. Það þýðir í sjálfu sér að frá og með næstu helgi þá er nánast engri úrkomu spáð á landinu. Það skiptir þá ekki máli hvort það er rigning eða snjór, það er engin úrkoma.“ „Að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er mjög ólíklegt“ Tvær sviðsmyndir séu nú uppi. Annars vegar að hæðin haldi sig yfir Bretlandseyjum og hlýir vindar blási frá henni yfir til Íslands. Þá verði mildar sunnanáttur og hálfgert vorveður fram yfir jól. Hitt sé að hæðin færi sig yfir til Íslands og hreiðri um sig yfir landinu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir „Þá verður það þannig að það kólnar inn til landsins, bara vegna þess að það er enginn vindur og heiður himinn og orðið dálítið frost þar á meðan hitinn er við frostmark við sjávarsíðuna.“ Fyrri sviðsmyndin er að mati Einars líklegri en sama hvað verði, allar líkur á að snjólaust verði á Íslandi þessi jól. „Það eru yfirgnæfandi líkur á því að það verði snjólaust á landinu öllu í næstu viku og þar með talið yfir jóladagana. Það er smá séns, þó hann sé lítill, þegar landið kólnar að það gæti snjóað með ströndinni á suðausturlandi. En að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er eiginlega bara mjög ólíklegt.“ Veður Jól Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira
„Eins og oft vill verða á aðventunni er veðrið breytilegt en það má sjá núna um helgina að það verði stærri og meiri breytingar en bara til eins eða tveggja daga. Þær verða varanlegri og gætu mótað veðrið næstu vikuna, jafnvel fram yfir áramót,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að í stað þess að hin klassíska lægð, sem við íslendingar þekkjum svo vel, sé á leið hingað yfir landið úr suðvestri virðist nú háþrýstisvæði vera að magnast yfir Bretlandseyjum og geti áhrif þessa háþrýstisvæðis teygt anga sína hingað dagana fyrir jól. „Lægðirnar verða víðsfjarri og sennilega verður til að byrja með mild sunnanátt, strax um helgina þar sem hitinn verður fimm til tíu stig fyrir norðan og tekur upp allan snjó. Það hefur þegar gert það síðustu daga að einhverju leyti,“ segir Einar. „Síðan þegar hæðin kemur sér almennilega fyrir í kring um landið þá léttir líka til, það verður hæglátt og jafnvel heiðskýr himinn dag eftir dag. Það þýðir í sjálfu sér að frá og með næstu helgi þá er nánast engri úrkomu spáð á landinu. Það skiptir þá ekki máli hvort það er rigning eða snjór, það er engin úrkoma.“ „Að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er mjög ólíklegt“ Tvær sviðsmyndir séu nú uppi. Annars vegar að hæðin haldi sig yfir Bretlandseyjum og hlýir vindar blási frá henni yfir til Íslands. Þá verði mildar sunnanáttur og hálfgert vorveður fram yfir jól. Hitt sé að hæðin færi sig yfir til Íslands og hreiðri um sig yfir landinu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir „Þá verður það þannig að það kólnar inn til landsins, bara vegna þess að það er enginn vindur og heiður himinn og orðið dálítið frost þar á meðan hitinn er við frostmark við sjávarsíðuna.“ Fyrri sviðsmyndin er að mati Einars líklegri en sama hvað verði, allar líkur á að snjólaust verði á Íslandi þessi jól. „Það eru yfirgnæfandi líkur á því að það verði snjólaust á landinu öllu í næstu viku og þar með talið yfir jóladagana. Það er smá séns, þó hann sé lítill, þegar landið kólnar að það gæti snjóað með ströndinni á suðausturlandi. En að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er eiginlega bara mjög ólíklegt.“
Veður Jól Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira