Spá Söru ekki á pall í Dúbaí: Alltaf eitthvað sem bítur hana í rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 09:31 Sara Sigmundsdóttir keppir á ný á Dubai CrossFit Championship mótinu sem hefst á morgun. Instagram/@sarasigmunds Það verða mörg augu á Söru Sigmundsdóttur þegar keppni hefst á Dubai CrossFit Championship mótinu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira