Heimilið undirlagt eftir tíu daga bakstur á piparkökum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2014 09:00 Vigdís gerði vinkonu greiða og skreytti 150 piparkökuhjörtu Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Vigdís reyndi að passa að ekkert hjarta væri eins skreytt. „Upphaflega ætlaði ég að hafa fjögur mismunandi form og kökurnar áttu að vera hvítar og rauðar. Eftir mikla leit að nógu stórum formum gafst ég upp og ákvað að gera bara hjörtu. Eftir að hafa prófað nokkra mismunandi matarliti og endað með allavega fjórar skálar af bleikri leðju gafst ég upp.“ Baksturinn og skreytingarnar tóku tíu daga og á þeim tíma var heimilið gjörsamlega undirlagt. „Við borðuðum í stofunni því það var ekki pláss fyrir okkur í eldhúsinu, það voru box og bökunarplötur úti um allt,“ segir Vigdís en segist vera ánægð með útkomuna þótt hún hafi verið langt frá upphaflegu hugmyndinni. „Þetta var frumraun og tókst vel. Þetta snerist aðallega um mikla þolinmæði. Ég elska snjókorn og var með svoleiðis þema, en reyndi að hafa kökurnar ekki einhæfar. Mesta áskorunin fólst í að hafa engar tvær kökur eins en þær voru rúmlega 150 talsins. Skreytt hjörtu Sérstaklega þykkur glassúr úr flórsykri, eggjahvítu og pínulitlu vatni notaður til að gera útlínur á hjörtun. Leyft að þorna yfir nótt. Fyllt upp í eyðurnar með þynnri glassúr. Þegar kökurnar eru þornaðar er notaður örmjór sprautupokastútur, númer eitt, til að skreyta kökurnar ásamt kökuglimmeri og sykurkúlum. Jólamatur Smákökur Íslendingar erlendis Uppskriftir Mest lesið Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Jól Jólatré úr gömlum herðatrjám Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Jólajóga fyrir krakka - Friður Jól Jóladagatal Vísis: Selma og Jónsi koma með jólin til þín Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Jól Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu Jól
Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Vigdís reyndi að passa að ekkert hjarta væri eins skreytt. „Upphaflega ætlaði ég að hafa fjögur mismunandi form og kökurnar áttu að vera hvítar og rauðar. Eftir mikla leit að nógu stórum formum gafst ég upp og ákvað að gera bara hjörtu. Eftir að hafa prófað nokkra mismunandi matarliti og endað með allavega fjórar skálar af bleikri leðju gafst ég upp.“ Baksturinn og skreytingarnar tóku tíu daga og á þeim tíma var heimilið gjörsamlega undirlagt. „Við borðuðum í stofunni því það var ekki pláss fyrir okkur í eldhúsinu, það voru box og bökunarplötur úti um allt,“ segir Vigdís en segist vera ánægð með útkomuna þótt hún hafi verið langt frá upphaflegu hugmyndinni. „Þetta var frumraun og tókst vel. Þetta snerist aðallega um mikla þolinmæði. Ég elska snjókorn og var með svoleiðis þema, en reyndi að hafa kökurnar ekki einhæfar. Mesta áskorunin fólst í að hafa engar tvær kökur eins en þær voru rúmlega 150 talsins. Skreytt hjörtu Sérstaklega þykkur glassúr úr flórsykri, eggjahvítu og pínulitlu vatni notaður til að gera útlínur á hjörtun. Leyft að þorna yfir nótt. Fyllt upp í eyðurnar með þynnri glassúr. Þegar kökurnar eru þornaðar er notaður örmjór sprautupokastútur, númer eitt, til að skreyta kökurnar ásamt kökuglimmeri og sykurkúlum.
Jólamatur Smákökur Íslendingar erlendis Uppskriftir Mest lesið Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Jól Jólatré úr gömlum herðatrjám Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Jólajóga fyrir krakka - Friður Jól Jóladagatal Vísis: Selma og Jónsi koma með jólin til þín Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Jól Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu Jól