Innlent

Smit­tölur gefi vís­bendingu um við­snúning til verri vegar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði.
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Vísir/Arnar.

Thor Aspelund, prófessir í líftölfræði og formaður skimunarráðs Landspítala segir að smittölur síðustu daga séu möguleg vísbending um að viðsnúningur sé að verða í fjölda tilfella Covid-19, til verri vegar.

Þetta kemur fram í færslu Thors á Facebook þar sem hann birtir graf sem sýnir smittölur og þróun þeirra frá 15. september síðastliðnum. 

Rauða svigna línan á grafinu sýnir veldisvísisvöxtinn sem smittölur voru á í næstum tvo mánuði frá 15. september, með um þriggja vikna tvöföldunartíma, útskýrir Thor.

Blái ferilinn sýnir hins vegar sýnir þróunina í samræmi við snúning frá veldisvísisvexti og svo áfram án bakslags.

Thor Aspelund.

„Það stefndi á u.þ.b. 50 tilfelli á dag í kringum 10. janúar 2022 (lóðrétt græn brotalína). Það er vonandi áfangi sem næst, en lítur ekkert alltof vel út,“ skrifar Thor.

Bendir hann á að smittölur síðustu daga hafi ekki verið í samræmi við þá þróun. Komin sé fram vísbending um viðsnúning sem sjá megi í svörtu línunni sem stefnir á grænu brotalínuna á myndinni. Svarta línan sýnir stefnu síðustu viku og áfram.

„Þetta er aðeins vísbending og það þarf tölur þessarar viku í viðbót til að staðfesta það með tölfræðilegri marktækni,“ skrifar Thor.


Tengdar fréttir

147 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent.

128 greindust innan­lands

128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×