Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 23:31 Körfboltadómarinn Kristinn Óskarsson fór yfir mismunandi flokka af óíþróttamannslegum villum með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum. Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur
Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira