Erlent

Ómíkron­smitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn

Árni Sæberg skrifar
Omíkronsmitaðir liggja nú inni á spítölum í Lundúnum.
Omíkronsmitaðir liggja nú inni á spítölum í Lundúnum. EPA-EFE/ANDY RAIN

Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum.

Nadhim Zahawi, menntamálaráðherra Breta, tilkynnti þetta í dag. Hann segir tvo skammta bóluefnis ekki duga gegn afbrigðinu og hvetur alla Breta til að þiggja örvunarskammt. Þrítugum og eldri verður boðin örvun frá og með morgundeginum.

Í gær greindist 1,898 einstaklingurinn smitaður með ómíkron-afbrigðið. Að sögn breska ríkisútvarpssins er þó talið að töluvert fleiri hafi smitast af því.

Vísindamenn við London School of Hygiene and Tropical Medicine hafa varað við alvarlegri útbreiðslu afbrigðisins, verði ekki gripið í taumana með harðari sóttvarnatakmörkunum.

Nýjar takmarkanir taka gildi á morgun en vísindamennirnir telja þær ekki nægilega strangar.

Frá og með morgundeginum verður almenn grímuskylda tekin upp og krafa gerð um bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvæða niðurstöðu hraðprófs, ætli fólk sér inn á ákveðna staði svo sem skemmtistaði.

Þá breytast reglur sóttkví á þann veg að óbólusettir þurfi að sæta tíu daga sóttkví eftir útsetningu en bólusettir taki daglegt hraðpróf í stað sóttkvíar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×