Óttast einangrun á aðfangadag Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 20:47 Ágústa er á meðal þeirra sem greindist með Covid-19 í gær, og á á hættu að enda í einangrun á aðfangadag. Það er þó aðeins ef hún er ekki orðin einkennalaus eftir tíu daga. Aðsend Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00
145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05