Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 13:30 Stundin birti í morgun myndir úr vöruhúsi í Suður-Svíþjóð þar sem finna má gríðarlegt magn plasts, þar á meðal frá Íslandi. Stundin Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál. Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál.
Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira