Þetta fullyrðir sænska blaðið Aftonbladet og kveðst hafa heimildir fyrir því, meðal annars úr herbúðum sænska félagsins Hammarby sem Milos hefur stýrt síðan í júní.
Milos ferðaðist til Þrándheims til samningaviðræðna við Rosenborg og allt útlit virtist fyrir að hann væri að taka við liðinu. Aftonbladet segir að Rosenborg og Hammarby hafi verið mjög nálægt því að ná samkomulagi um bætur fyrir Hammarby.
Nú hefur Milos hins vegar ákveðið að segja nei takk við Rosenborg. Áður hafði Kjetil Knudsen, þjálfari Bodö/Glimt, sagt nei við Rosenborg sem undir stjórn Åge Hareide er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina um helgina.