Dýralæknirinn stefnir á að verða Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 08:31 Kristín Þórhallsdóttir vann brons á sínu fyrsta stórmóti og stefnir á gull á EM sem hefst í dag. vísir/vilhelm Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir frá Laugalandi í Stafholtstungum, ætlar sér að verða Evrópumeistari í kraftlyftingum. Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín. Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín.
Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira