Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 19:20 Tæplega sextíu ára hótelrekstri er lokið á hótel Sögu sem hóf starfsemi árið 1962. Nú lítur út fyrir að byggingin verði að hluta nýtt sem stúdentagarður fyrir Háskóla Íslands en að mestum hluta til kennslu. Vísir/Vilhelm Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi. Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi.
Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00
Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58