Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 101-85 | Meistararnir aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 9. desember 2021 22:36 Davíð Arnar Ágústsson og félagar í Þór Þ. unnu öruggan sigur á KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir sextán stiga sigur á KR 101-85. Þórsarar sýndu yfirburði um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og hittu bæði liðin vel í byrjun fyrsta leikhluta. Leikurinn var í járnum fyrstu tíu mínúturnar og endaði KR á að gera síðustu tvær körfur leikhlutans. Þór var í vandræðum með að leysa vörn KR undir lok fyrsta leikhluta sem gestirnir nýttu sér á hinum enda vallarins. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti. Leikurinn í járnum en allt breyttist um miðjan fyrri hálfleik þegar staðan var jöfn 31-31. Íslandsmeistararnir settu í fluggírinn og gerðu ellefu stig í röð. Það skipti engu máli hvað KR gerði heimamenn áttu svör við öllu. Glynn Watson var öflugur í fyrri hálfleik. Glynn gerði 12 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þór Þorlákshöfn var sextán stigum yfir í hálfleik 55-39. Luciano Nicolas Massarelli byrjaði seinni hálfleik á að setja niður þriggja stiga körfu og virtist draga alla orku úr KR-ingum sem höfðu líklegast rætt í hálfleik að mæta af krafti inn í seinni hálfleik. Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn tóku ekki langan tíma í að koma forskoti sínu yfir tuttugu stig og var aðeins spurning hversu stór sigur heimamanna yrði. 4. leikhluti snerist mest um að ungir leikmenn í báðum liðum fengu mínútur í reynslubankann. KR vann fjórða leikhluta með fjórum stigum. Leikurinn endaði með sigri Þórs 101-85 og eru Íslandsmeistararnir enn taplausir á heimavelli. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þór Þorlákshöfn náði góðu áhlaupi um miðjan fyrri hálfleik. Staðan var jöfn 31-31 en þá gerðu heimamenn ellefu stig í röð og litu aldrei um öxl eftir það. Þór Þorlákshöfn fór illa með KR undir körfunni. Heimamenn skoruðu 54 stig í teignum sem var 18 stigum meira en KR. Hverjir stóðu upp úr? Luciano Nicolas Massarelli var stigahæsti maður vallarins með 30 stig. Glynn Watson var framlagshæstur með 27 framlagspunkta. Glynn gerði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? KR-ingar voru afar klaufalegir á köflum. KR tapaði 20 boltum í leiknum sem var helmingi meira en andstæðingurinn. Það var mikið um einstaklingsframtak í sóknarleik KR. Alls gaf KR 15 stoðsendingar sem var ellefu stoðsendingum minna en Þór Þorlákshöfn. Shawn Glower byrjaði leikinn vel og gerði 10 stig í fyrsta leikhluta en síðan slökknaði alveg á honum og endaði hann leikinn með 13 stig. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn á Sauðárkróki klukkan 19:15. KR mætir Þór Akureyri á Meistaravöllum næsta fimmtudag klukkan 20:15. Lárus: Eflaust lítið að marka þennan leik Lárus Jónsson var ánægður með sigur kvöldsinsvísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð. „Þetta var fínn leikur. KR mætti með laskað lið og er mögulega ekkert að marka þennan leik,“ sagði Lárus Jónsson eftir sigur kvöldsins. Þór Þorlákshöfn gerði ellefu stig í röð um miðjan fyrri hálfleik og var leikurinn aldrei jafn eftir áhlaup Þórs. „Við spiluðum betri vörn á þessum kafla. Shawn Glower gerði 10 stig í fyrsta leikhluta og endaði á að gera 3 stig í næstu þremur leikhlutunum, það var lykilinn að loka á hans leik.“ Lárus var ánægður með vörn Þórs í seinni hálfleik en var ósáttur með þriggja stiga nýtingu liðsins. Það var mikil barátta í Þórs liðinu sem fór illa með KR undir körfunni. „Ég var mjög ánægður með nokkur augnablik varnarlega þar sem við ýttum KR-ingum úr því sem þeir vildu gera,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn KR
Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir sextán stiga sigur á KR 101-85. Þórsarar sýndu yfirburði um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og hittu bæði liðin vel í byrjun fyrsta leikhluta. Leikurinn var í járnum fyrstu tíu mínúturnar og endaði KR á að gera síðustu tvær körfur leikhlutans. Þór var í vandræðum með að leysa vörn KR undir lok fyrsta leikhluta sem gestirnir nýttu sér á hinum enda vallarins. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti. Leikurinn í járnum en allt breyttist um miðjan fyrri hálfleik þegar staðan var jöfn 31-31. Íslandsmeistararnir settu í fluggírinn og gerðu ellefu stig í röð. Það skipti engu máli hvað KR gerði heimamenn áttu svör við öllu. Glynn Watson var öflugur í fyrri hálfleik. Glynn gerði 12 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þór Þorlákshöfn var sextán stigum yfir í hálfleik 55-39. Luciano Nicolas Massarelli byrjaði seinni hálfleik á að setja niður þriggja stiga körfu og virtist draga alla orku úr KR-ingum sem höfðu líklegast rætt í hálfleik að mæta af krafti inn í seinni hálfleik. Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn tóku ekki langan tíma í að koma forskoti sínu yfir tuttugu stig og var aðeins spurning hversu stór sigur heimamanna yrði. 4. leikhluti snerist mest um að ungir leikmenn í báðum liðum fengu mínútur í reynslubankann. KR vann fjórða leikhluta með fjórum stigum. Leikurinn endaði með sigri Þórs 101-85 og eru Íslandsmeistararnir enn taplausir á heimavelli. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þór Þorlákshöfn náði góðu áhlaupi um miðjan fyrri hálfleik. Staðan var jöfn 31-31 en þá gerðu heimamenn ellefu stig í röð og litu aldrei um öxl eftir það. Þór Þorlákshöfn fór illa með KR undir körfunni. Heimamenn skoruðu 54 stig í teignum sem var 18 stigum meira en KR. Hverjir stóðu upp úr? Luciano Nicolas Massarelli var stigahæsti maður vallarins með 30 stig. Glynn Watson var framlagshæstur með 27 framlagspunkta. Glynn gerði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? KR-ingar voru afar klaufalegir á köflum. KR tapaði 20 boltum í leiknum sem var helmingi meira en andstæðingurinn. Það var mikið um einstaklingsframtak í sóknarleik KR. Alls gaf KR 15 stoðsendingar sem var ellefu stoðsendingum minna en Þór Þorlákshöfn. Shawn Glower byrjaði leikinn vel og gerði 10 stig í fyrsta leikhluta en síðan slökknaði alveg á honum og endaði hann leikinn með 13 stig. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn á Sauðárkróki klukkan 19:15. KR mætir Þór Akureyri á Meistaravöllum næsta fimmtudag klukkan 20:15. Lárus: Eflaust lítið að marka þennan leik Lárus Jónsson var ánægður með sigur kvöldsinsvísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð. „Þetta var fínn leikur. KR mætti með laskað lið og er mögulega ekkert að marka þennan leik,“ sagði Lárus Jónsson eftir sigur kvöldsins. Þór Þorlákshöfn gerði ellefu stig í röð um miðjan fyrri hálfleik og var leikurinn aldrei jafn eftir áhlaup Þórs. „Við spiluðum betri vörn á þessum kafla. Shawn Glower gerði 10 stig í fyrsta leikhluta og endaði á að gera 3 stig í næstu þremur leikhlutunum, það var lykilinn að loka á hans leik.“ Lárus var ánægður með vörn Þórs í seinni hálfleik en var ósáttur með þriggja stiga nýtingu liðsins. Það var mikil barátta í Þórs liðinu sem fór illa með KR undir körfunni. „Ég var mjög ánægður með nokkur augnablik varnarlega þar sem við ýttum KR-ingum úr því sem þeir vildu gera,“ sagði Lárus að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum