Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar.

Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við seðlabankastjóra um nýjar reglur sem eiga að tryggja að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka og rýnt í samanburð á skattlagningu áfengis á Noðurlöndunum. Íslendingar eru Evrópumeistarar í álagningu og formani félags atvinnurekanda blöskrar boðaða hækkun á áfengisgjaldi.

Þá skoðum við nýja brú yfir Kársnesið og skoðum nýjan leik þar sem fólk tippar á þingmenn og fær stig fyrir ræðulengd og atkvæðagreiðslur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×