Þessi nýja saga gerist nokkrum árum eftir sögu GTA V sem kom út árið 2013 og snýst um að Franklin rekur umboðsskrifstofu einhverskonar og tekur Dr. Dre að sér sem skjólstæðing. Spilarar munu í framhaldi þurfa að leysa vandamál þeirra og hjálpa þeim að gefa út lög sem Dr. Dre samdi sérstaklega fyrir leikinn.
Dr. Dre hefur áður komið við sögu í GTA Online en hann birtist óvænt í leiknum vegna Cayo Perico-ránsins í fyrra, samkvæmt frétt Polygon.
In the years since he and his accomplices knocked over the Union Depository, Los Santos hustler Franklin Clinton has been making moves of his own.
— Rockstar Games (@RockstarGames) December 8, 2021
Introducing The Contract, a new GTA Online story coming December 15 featuring Dr. Dre, new music and more: https://t.co/07q6zZY2He pic.twitter.com/KNk96P1Osc
Eins og áður segir gaf Rockstar GTA V fyrst út árið 2013. Síðan þá hefur leikurinn, sem er arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, ítrekað verið gefinn út fyrir nýjar og betri leikjatölvur. Hann var fyrst gefinn út á dögum PlayStation 3, uppfærður fyrir PS4 og PC og nú stendur til að uppfæra hann aftur fyrir nýjustu kynslóðina.
Til stóð að gefa uppfærsluna út í nóvember en henni var frestað fram á næsta ár.
Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina
Rockstar hefur um skeið unnið að gerð GTA 6, samkvæmt fréttaflutningi erlendis, en enn er þó allt of langt í að hann verði gefinn út.