Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2021 13:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir óvissutíma sem stendur. Hann sér þó ýmsar tilslakanir í kortunum reynist omíkron afbrigðið ekki verr en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. Fram kemur í minnisblaðinu sem Þórólfur sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina að miklir óvissutímar væru í gangi. Bæði hvað varði núverandi bylgju af völdum delta afbrigðis kórónuveirunnar en líka þá þróun sem kunni að verða á faraldrinum með tilkomu omíkron afbrigðisins. Sú staða kunni að koma upp að omíkron afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, valdi verri sjúkdómi og að bóluefni og fyrri sýking verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi tilefni til að fara varlega í tilslökun innanlands og á landamærum sem stendur. Þórólfur segir þó í lok minnisblaðsins að þegar eiginleikar omíkron afbrigðisins skýrist betur verði hægt að endurmeta aðgerðir. Ef ljóst sé að afbrigðið valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá verði komnar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: 1. Undanskilja þá sem fengið hafa örvunarskammt frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 2. Endurskoða sóttkvíarreglur fyrir þá sem fengið hafa örvunarskammt. 3. Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 4. Endurskoða reglur um sóttkví fyrir full bólusett börn. Framlengdar aðgerðir taka gildi 9. desember og gilda til 23. desember. Willum Þór sagði í viðtali við fréttastofu í dag að hann bindi vonir við að geta aflétt takmörkunum fyrir þann tíma ef hann hafi gögn til að styðja slíkar aðgerðir. Minnisblað sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Fram kemur í minnisblaðinu sem Þórólfur sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina að miklir óvissutímar væru í gangi. Bæði hvað varði núverandi bylgju af völdum delta afbrigðis kórónuveirunnar en líka þá þróun sem kunni að verða á faraldrinum með tilkomu omíkron afbrigðisins. Sú staða kunni að koma upp að omíkron afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, valdi verri sjúkdómi og að bóluefni og fyrri sýking verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi tilefni til að fara varlega í tilslökun innanlands og á landamærum sem stendur. Þórólfur segir þó í lok minnisblaðsins að þegar eiginleikar omíkron afbrigðisins skýrist betur verði hægt að endurmeta aðgerðir. Ef ljóst sé að afbrigðið valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá verði komnar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: 1. Undanskilja þá sem fengið hafa örvunarskammt frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 2. Endurskoða sóttkvíarreglur fyrir þá sem fengið hafa örvunarskammt. 3. Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 4. Endurskoða reglur um sóttkví fyrir full bólusett börn. Framlengdar aðgerðir taka gildi 9. desember og gilda til 23. desember. Willum Þór sagði í viðtali við fréttastofu í dag að hann bindi vonir við að geta aflétt takmörkunum fyrir þann tíma ef hann hafi gögn til að styðja slíkar aðgerðir. Minnisblað sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira