Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2021 10:33 Willum Þór Þórsson ræðir við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira