Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira