Langflestir vilja kaupmála við giftingu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. desember 2021 11:30 Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast langflestir vilja gera kaupmála við giftingu. En aðeins 10% sögðust aldrei muna gera kaupmála við giftingu. Getty Það er fátt eins órómantískt eins og að ræða möguleg endalok sambands við giftingu. Kaupmáli, þessi samningur sem þú þarft kannski að gera en vilt alls ekki hugsa um. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis út í viðhorf þeirra til kaupmála við giftingu og var könnunin kynjaskipt. Tæplega tvö þúsund manns tóku þátt í könnuninni og ef marka má niðurstöðurnar* eru langflestir á þeirri skoðun að gera kaupmála við giftingu. Það sem gæti þótt athyglisvert er að mjög lítill munur reyndist á svörum kynjanna en hér áður fyrr þótti það kannski eðlilegra að karlmenn sæktust eftir því að gera kaupmála þar sem eignastaða þeirra var oft á tíðum meiri en kvenna. Tal um kaupmála gæti þótt órómantískt og óþarft en í nútíma samfélagi þar sem fólk á jafnvel börn úr fyrri samböndum er oft nauðsynlegt að hugsa vel út í þessi mál áður en gengið er upp að altarinu. Nútíma sambandsform og breytt hugarfar Þegar fólk gengur í hjónaband verða allar eignir sameiginlegar hjúskapareignir, nema annað sé sérstaklega tilgreint í kaupmála. Kaupmáli er því ekki einungis gerður þegar mikill munur er á eignastöðu fólks heldur líka til að greina séreignir eins og erfðagripi, gjafir eða annað. Með breyttum tímum og nútíma sambandsformum mætti því segja að viðhorf til kaupmála hafi að einhverju leyti breyst á undanförnum árum en aðeins 10% karla og kvenna segjast aldrei myndu gera kaupmála. Staða kvenna á atvinnumarkaði í dag er allt önnur en hér áður fyrr þegar meiri munur var á eignastöðu kynjanna. Niðurstöður* Konur: Myndi alltaf gera kaupmála - 44% Myndi líklegast gera kaupmála - 24% Hef ekki hugsað út í það - 19% Maki minn myndi vilja það - 3% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% Karlar: Myndi alltaf gera kaupmála - 46% Myndi líklegast gera kaupmála - 25% Hef ekki hugsað út í það - 17% Maki minn myndi vilja það - 2% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Leitar að eldri einhleypum karlmönnum: „Þessir yngri eru oft hugrakkari“ „Við erum hæstánægð með áhugann og búin að fá mjög margar og skemmtilegar umsóknir. En eins og síðast þá langar okkur að sjá fleiri umsóknir frá karlmönnum,“ segir Ása Ninna þáttastjórnandi stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins. 12. desember 2021 20:36 „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Hún vill kaffið sitt svart og sykurlaust, eggin sín hleypt og segist vera ógeðslega góð í því að bakka í stæði. Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er Einhleypa vikunnar. 11. desember 2021 12:02 Hefur þér verið „dömpað“ um jólin? „Nei, nei, ekki um jólin!“ 10. desember 2021 15:31 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis út í viðhorf þeirra til kaupmála við giftingu og var könnunin kynjaskipt. Tæplega tvö þúsund manns tóku þátt í könnuninni og ef marka má niðurstöðurnar* eru langflestir á þeirri skoðun að gera kaupmála við giftingu. Það sem gæti þótt athyglisvert er að mjög lítill munur reyndist á svörum kynjanna en hér áður fyrr þótti það kannski eðlilegra að karlmenn sæktust eftir því að gera kaupmála þar sem eignastaða þeirra var oft á tíðum meiri en kvenna. Tal um kaupmála gæti þótt órómantískt og óþarft en í nútíma samfélagi þar sem fólk á jafnvel börn úr fyrri samböndum er oft nauðsynlegt að hugsa vel út í þessi mál áður en gengið er upp að altarinu. Nútíma sambandsform og breytt hugarfar Þegar fólk gengur í hjónaband verða allar eignir sameiginlegar hjúskapareignir, nema annað sé sérstaklega tilgreint í kaupmála. Kaupmáli er því ekki einungis gerður þegar mikill munur er á eignastöðu fólks heldur líka til að greina séreignir eins og erfðagripi, gjafir eða annað. Með breyttum tímum og nútíma sambandsformum mætti því segja að viðhorf til kaupmála hafi að einhverju leyti breyst á undanförnum árum en aðeins 10% karla og kvenna segjast aldrei myndu gera kaupmála. Staða kvenna á atvinnumarkaði í dag er allt önnur en hér áður fyrr þegar meiri munur var á eignastöðu kynjanna. Niðurstöður* Konur: Myndi alltaf gera kaupmála - 44% Myndi líklegast gera kaupmála - 24% Hef ekki hugsað út í það - 19% Maki minn myndi vilja það - 3% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% Karlar: Myndi alltaf gera kaupmála - 46% Myndi líklegast gera kaupmála - 25% Hef ekki hugsað út í það - 17% Maki minn myndi vilja það - 2% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Leitar að eldri einhleypum karlmönnum: „Þessir yngri eru oft hugrakkari“ „Við erum hæstánægð með áhugann og búin að fá mjög margar og skemmtilegar umsóknir. En eins og síðast þá langar okkur að sjá fleiri umsóknir frá karlmönnum,“ segir Ása Ninna þáttastjórnandi stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins. 12. desember 2021 20:36 „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Hún vill kaffið sitt svart og sykurlaust, eggin sín hleypt og segist vera ógeðslega góð í því að bakka í stæði. Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er Einhleypa vikunnar. 11. desember 2021 12:02 Hefur þér verið „dömpað“ um jólin? „Nei, nei, ekki um jólin!“ 10. desember 2021 15:31 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Leitar að eldri einhleypum karlmönnum: „Þessir yngri eru oft hugrakkari“ „Við erum hæstánægð með áhugann og búin að fá mjög margar og skemmtilegar umsóknir. En eins og síðast þá langar okkur að sjá fleiri umsóknir frá karlmönnum,“ segir Ása Ninna þáttastjórnandi stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins. 12. desember 2021 20:36
„Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Hún vill kaffið sitt svart og sykurlaust, eggin sín hleypt og segist vera ógeðslega góð í því að bakka í stæði. Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er Einhleypa vikunnar. 11. desember 2021 12:02