Innlent

Búinn að skila minnisblaði til ráðherra

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hlutfall þeirra sem eru í sóttkví og greinast hafi verið að hækka síðustu daga.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hlutfall þeirra sem eru í sóttkví og greinast hafi verið að hækka síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað í gær.

Líkt og áður vill Þórólfur ekki gefa upp efni minnisblaðsins en hann sagði í samtali við fréttastofu á fimmtudag að ólíklegt væri að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú.

„Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa,“ sagði Þórólfur á fimmtudaginn.

Minnisblaðið er það fyrsta sem fer í hendur nýs heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.


Tengdar fréttir

Áttatíu greindust innanlands í gær

Áttatíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tíu á landamærunum. Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sóttkví við greiningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×