Klopp: „Origi er goðsögn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, jós lofi yfir Divock Origi eftir sigur liðsins gegn Wolves í gær. James Gill - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. Origi kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann fyrsta og eina mark leiksins, og tryggði Liverpool þar með stigin þrjú, og toppsæti deildarinnar í nokkrar klukkustundir. „Hann er frábær leikmaður og geggjaður gæji,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir sigurinn. „Að koma inn á og leggja sitt af mörkum fyrir liðið eins og hann gerði í dag, að skora þetta mark - framúrskarandi. Ég er mjög, mjög glaður fyrir hans hönd.“ Origi er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann skorar mark undir lok leiks. Mark gærdagsins var hans tíunda eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur gærkvöldsins markaði líka áhugaverð tímamót fyrir Origi, en þetta var í hundraðasta skipti sem hann kemur inn á sem varamaður fyrir Liverpool. „Divock Origi er goðsög. Fólk mun skrifa bækur um hann, vonandi. Ef ekki þá geri ég það,“ sagði Klopp léttur. „Hann er magnaður framherji. Af ýmsum ástæðum hefur hann ekki spilað mjög mikið, en ég vona að einn daginn finni hann þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur en ég.“ „Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Í þessu frábæra liði, með þessa sóknarlínu, spilar hann ekki mjög mikið. En hann er jákvæður strákur, elskar klúbbinn, vill leggja sitt af mörkum, og hann gerði það með stæl í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Origi kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann fyrsta og eina mark leiksins, og tryggði Liverpool þar með stigin þrjú, og toppsæti deildarinnar í nokkrar klukkustundir. „Hann er frábær leikmaður og geggjaður gæji,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir sigurinn. „Að koma inn á og leggja sitt af mörkum fyrir liðið eins og hann gerði í dag, að skora þetta mark - framúrskarandi. Ég er mjög, mjög glaður fyrir hans hönd.“ Origi er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann skorar mark undir lok leiks. Mark gærdagsins var hans tíunda eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur gærkvöldsins markaði líka áhugaverð tímamót fyrir Origi, en þetta var í hundraðasta skipti sem hann kemur inn á sem varamaður fyrir Liverpool. „Divock Origi er goðsög. Fólk mun skrifa bækur um hann, vonandi. Ef ekki þá geri ég það,“ sagði Klopp léttur. „Hann er magnaður framherji. Af ýmsum ástæðum hefur hann ekki spilað mjög mikið, en ég vona að einn daginn finni hann þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur en ég.“ „Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Í þessu frábæra liði, með þessa sóknarlínu, spilar hann ekki mjög mikið. En hann er jákvæður strákur, elskar klúbbinn, vill leggja sitt af mörkum, og hann gerði það með stæl í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira