Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir á Stöð 2 í kvöld.
Edda Andrésdóttir segir fréttir á Stöð 2 í kvöld. vísir

Gert er ráð fyrir að hlaupið í Grímsvötnum nái hámarki á morgun en íshellan hefur sigið um 40 metra. Engin merki er um gosóróa á svæðinu. Við sýnum stórkostlegar myndir sem Ragnar Axelsson, RAX, tók af svæðinu í dag.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi en fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk í dag og ekki eru allir á eitt sáttir.

Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin. 

Loks hittum tvær ungar stúlkur sem vilja auka líkamsvirðingu hjá fólki með nýju átaki og við kíkjum á Emil í kattholti sem var frumsýnt í Borrgarleikhúsinu í dag. Þetta og fleira í fréttum okkar á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×