Grænkera skorti ekkert á jólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2021 20:30 Systurnar Júlía Sif og Helga María hafa verið grænkerar í um áratug. Þær segja að í dag skorti grænkera ekkert, sem sé mikil breyting frá því fyrir tíu árum. Vísir/Adelina Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni? „Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“ Vegan Matur Jól Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
„Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“
Vegan Matur Jól Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira