Grænkera skorti ekkert á jólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2021 20:30 Systurnar Júlía Sif og Helga María hafa verið grænkerar í um áratug. Þær segja að í dag skorti grænkera ekkert, sem sé mikil breyting frá því fyrir tíu árum. Vísir/Adelina Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni? „Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“ Vegan Matur Jól Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“
Vegan Matur Jól Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira