„Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. desember 2021 12:01 Veitingamaðurinn og framkvæmdarstjórinn Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar svarar spurningum í viðtalsliðnum Matarást. „Annaðhvort þurfa báðir aðilar að fá sér mat sem inniheldur hvítlauk eða hvorugur. Þetta er besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum,“ segir Jakob Einar Jakobsson, veitingamaður, framkvæmdarstjóri og einn eiganda Jómfrúarinnar. Jakob lauk námi í rekstri og stjórnun í Háskólanum í Osló árið 2008 og hefur hann verið viðloðandi veitingabransann frá unglingsárum. Þá hóf hann störf á Jómfrúnni sem var þá í eigu feðra hans, Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar. Jakob hefur unnið á Jómfrúnni frá unglingsaldri en veitingastaðurinn var þá í eigu feðra hans. „Ég vann þarna í öllum mögulegum fríum og hef svo verið þarna í fullu starfi frá 2008. Árið 2015 keypti ég Jómfrúna af pöbbunum mínum og nýt þess að reka hana í góðu samstarfi með bræðrum mínum, Óla og Benna, ásamt öðru góðu fólki. Við erum fjölskyldurekinn staður, kannski ekki af gamla skólanum en fjölskyldustaður engu að síður. Í tilefni 25 ára afmælis Jómfrúarinnar kom út bókinn Jómfrúin og er Jakob höfundur hennar. Ástin í lífi Jakobs heitir Sólveig Margrét Karlsdóttir verkefnastjóri í Háskóla Íslands. Parið kynntist árið 2004 og eiga saman dæturnar Míu Henríettu sem níu ára og Þórdísi Dúu fimm mánaða. Jakob segir konu sína, Sólveigu, elda meira en hann sjá þó um matseldina á tyllidögum. Hér fyrir neðan svarar Jakob spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Fyrsta stefnumótið fór fram á veitingastaðnum Ítalíu áður en við héldum á tónleika á Nasa með Starsailor. Það hefur þó fennt yfir það í minninu hvað var borðað, en kvöldið var ákaflega vel heppnað. Hvort ykkar eldar meira? Solla eldar oftar í annríki hversdagsins en ég tek að mér að sjá um eldamennsku á tyllidögum. Mér finnst það mjög skemmtilegt og gefandi hvort sem það er bara fjölskyldan eða vinir sem koma í mat. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við höfum „átt“ nokkra staði sem við förum alltaf aftur og aftur á. Þá er bara eitthvað við þá staði þar sem allt gengur upp; andrúmsloft, umhverfi, þjónusta og góður matur. Gallerý restaurant var í miklu uppáhaldi þegar hann var og hét. Um nokkurt skeið hafa Snaps og La Primavera í Marshall húsinu en á La Primavera eigum við okkur líka uppáhaldsborð. Við erum líka bæði augljóslega með mikla matarást á Friðgeiri Inga Eiríkssyni því Eiriksson brasserie er líka alveg eðal í okkar hjörtum. Einnig verð ég að minnast á Austurindíafélagið en það er hefð hjá okkur að fara þangað á tímamótum í lífi okkar. Í Covid var það svo heimtaka á geggjuðum mat frá Sumac sem komst næst ferð til útlanda. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já yfirleitt. Solla stingur samt óþarflega oft upp á því að hafa fisk. Jakob segir mjög mikilvægt fyrir sambandið að taka sér góðan tíma og borða saman. Eitthvað sem þú elskar að borða en kona þín ekki? Ég er alinn upp í sveit vestur á fjörðum og þar var alltaf tvírétta, bæði i hádegi og á kvöldin. Ég elska margskonar „þjóðlega“ grauta og súpur eins og; Grjónagraut ,kakósúpu, berjasúpu, rabbarbaragraut, sveskjusúpu, brauðsúpu sem og aðrar ýmiskonar sætsúpur. Solla tengir ekki við þessa stjórnlausu sætindaþörf. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hennar? Lambalæri með tilbehör og wellington steik. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Annaðhvort þurfa báðir aðilar að fá sér mat sem inniheldur hvítlauk eða hvorugur. Þetta er besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par?Mjög mikilvægt. Bestu bollaleggingar um lífið og tilveruna og gjarnan business, börn og barnauppeldi eru tekin yfir góðum mat og drykk. Við eigum svona hálfgerða „get away“ borg sem er Edinborg. Höfum farið þangað þrisvar sinnum í kósýferðir af þeirri einföldu ástæðu að þangað er styst að fljúga, á eftir Akureyri og þar er nóg af allskonar lúxus. Með hverju myndir þú mæla með sem væri tilvalið fyrir jóla-heima stefnumót? Kampavínsflaksa frá Pierre Gimmonnet heimafyrir, ásamt litlum canapèsnittum eða blini, sem maður útbýr sjálfur, áður en haldið er á veitingastað er falleg og hugulsöm byrjun á góðu stefnumóti að mínu viti og tilvalið í aðventuamstrinu. Litlar snittur og kampavín er eitthvað sem Jakob mælir með á rómantísku heimastefnumóti. Matarást Uppskriftir Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Jakob lauk námi í rekstri og stjórnun í Háskólanum í Osló árið 2008 og hefur hann verið viðloðandi veitingabransann frá unglingsárum. Þá hóf hann störf á Jómfrúnni sem var þá í eigu feðra hans, Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar. Jakob hefur unnið á Jómfrúnni frá unglingsaldri en veitingastaðurinn var þá í eigu feðra hans. „Ég vann þarna í öllum mögulegum fríum og hef svo verið þarna í fullu starfi frá 2008. Árið 2015 keypti ég Jómfrúna af pöbbunum mínum og nýt þess að reka hana í góðu samstarfi með bræðrum mínum, Óla og Benna, ásamt öðru góðu fólki. Við erum fjölskyldurekinn staður, kannski ekki af gamla skólanum en fjölskyldustaður engu að síður. Í tilefni 25 ára afmælis Jómfrúarinnar kom út bókinn Jómfrúin og er Jakob höfundur hennar. Ástin í lífi Jakobs heitir Sólveig Margrét Karlsdóttir verkefnastjóri í Háskóla Íslands. Parið kynntist árið 2004 og eiga saman dæturnar Míu Henríettu sem níu ára og Þórdísi Dúu fimm mánaða. Jakob segir konu sína, Sólveigu, elda meira en hann sjá þó um matseldina á tyllidögum. Hér fyrir neðan svarar Jakob spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Fyrsta stefnumótið fór fram á veitingastaðnum Ítalíu áður en við héldum á tónleika á Nasa með Starsailor. Það hefur þó fennt yfir það í minninu hvað var borðað, en kvöldið var ákaflega vel heppnað. Hvort ykkar eldar meira? Solla eldar oftar í annríki hversdagsins en ég tek að mér að sjá um eldamennsku á tyllidögum. Mér finnst það mjög skemmtilegt og gefandi hvort sem það er bara fjölskyldan eða vinir sem koma í mat. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við höfum „átt“ nokkra staði sem við förum alltaf aftur og aftur á. Þá er bara eitthvað við þá staði þar sem allt gengur upp; andrúmsloft, umhverfi, þjónusta og góður matur. Gallerý restaurant var í miklu uppáhaldi þegar hann var og hét. Um nokkurt skeið hafa Snaps og La Primavera í Marshall húsinu en á La Primavera eigum við okkur líka uppáhaldsborð. Við erum líka bæði augljóslega með mikla matarást á Friðgeiri Inga Eiríkssyni því Eiriksson brasserie er líka alveg eðal í okkar hjörtum. Einnig verð ég að minnast á Austurindíafélagið en það er hefð hjá okkur að fara þangað á tímamótum í lífi okkar. Í Covid var það svo heimtaka á geggjuðum mat frá Sumac sem komst næst ferð til útlanda. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já yfirleitt. Solla stingur samt óþarflega oft upp á því að hafa fisk. Jakob segir mjög mikilvægt fyrir sambandið að taka sér góðan tíma og borða saman. Eitthvað sem þú elskar að borða en kona þín ekki? Ég er alinn upp í sveit vestur á fjörðum og þar var alltaf tvírétta, bæði i hádegi og á kvöldin. Ég elska margskonar „þjóðlega“ grauta og súpur eins og; Grjónagraut ,kakósúpu, berjasúpu, rabbarbaragraut, sveskjusúpu, brauðsúpu sem og aðrar ýmiskonar sætsúpur. Solla tengir ekki við þessa stjórnlausu sætindaþörf. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hennar? Lambalæri með tilbehör og wellington steik. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Annaðhvort þurfa báðir aðilar að fá sér mat sem inniheldur hvítlauk eða hvorugur. Þetta er besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par?Mjög mikilvægt. Bestu bollaleggingar um lífið og tilveruna og gjarnan business, börn og barnauppeldi eru tekin yfir góðum mat og drykk. Við eigum svona hálfgerða „get away“ borg sem er Edinborg. Höfum farið þangað þrisvar sinnum í kósýferðir af þeirri einföldu ástæðu að þangað er styst að fljúga, á eftir Akureyri og þar er nóg af allskonar lúxus. Með hverju myndir þú mæla með sem væri tilvalið fyrir jóla-heima stefnumót? Kampavínsflaksa frá Pierre Gimmonnet heimafyrir, ásamt litlum canapèsnittum eða blini, sem maður útbýr sjálfur, áður en haldið er á veitingastað er falleg og hugulsöm byrjun á góðu stefnumóti að mínu viti og tilvalið í aðventuamstrinu. Litlar snittur og kampavín er eitthvað sem Jakob mælir með á rómantísku heimastefnumóti.
Matarást Uppskriftir Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira