Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 13:15 Haukur Helgi Pálsson í leikmannamyndatöku Njarðvíkur. Nú fær hann loksins að klæðast búningi Njarðvíkur í leik. S2 Sport Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira