Gunnar Nelson: Hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Gunnar Nelson barðist síðast í hringnum á móti Brasilíumanninum Gilbert Burns í Kaupmannahöfn 28. septmeer 2019. Getty/Jeff Bottari Það leynir sér ekki að Gunnar Nelson vill leita hefnda gegn Argentínumanninum sem notaði ódrengileg brögð í bardaga þeirra Glasgow fyrir nokkrum árum. Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira