Veldur val á jólagjöf til makans áhyggjum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. desember 2021 07:01 Ertu búin(n) að finna jólagjöf handa ástinni þinni? Getty „Eina sem ég vil í jólagjöf, ert þú! Og já, svo gerði ég líka þennan fína langan gjafalista ástin mín.“ Jólagjafatíðin er svo sannarlega hafin í allri sinni dýrð, þó sitt sýnist hverjum um hversu mikil dýrð er yfir henni blessaðri. Þetta er tíminn sem við förum í gegnum alla gjafalistana, óskalistana, og guð má vita hvað-listana. Þegar kemur að gjöf handa ástinni vilja flestir hitta í mark. Ef þeir þá nenna, eins og segir í laginu. Sumir eru í essinu sínu þegar velja á gjafir, pæla mikið, skoða mikið og hitta yfirleitt í mark. Á sama tíma geta gjafakaup verið mikill hausverkur fyrir aðra. Lítill tími, mikil pressa og hræðslan við að kaupa ekki „réttu“ gjöfina. Einhver pör eða hjón hafa reglur eða hefðir þegar kemur að jólagjöf til hvors annars. Sum pör kaupa sér eitthvað sameiginlegt, önnur miða jafnvel við einhverja ákveðna upphæð og einhver gætu ákveðið að gefa alltaf einhverja upplifun. Allur gangur á þessu. Hvernig svo sem það er þá vilja flestir slá í gegn með jólagjöfinni, gleðja makann sinn. Spurning vikunnar er sprottin út frá þeim hugleiðingum hvort að pressan, sem getur verið til staðar, við það að hitta í mark sé jafnvel að valda meiri áhyggjum eða gleði. Könnunin er kynjaskipt og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Karlar svara hér: Konur svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Jól Ástin og lífið Spurning vikunnar Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Jólagjafatíðin er svo sannarlega hafin í allri sinni dýrð, þó sitt sýnist hverjum um hversu mikil dýrð er yfir henni blessaðri. Þetta er tíminn sem við förum í gegnum alla gjafalistana, óskalistana, og guð má vita hvað-listana. Þegar kemur að gjöf handa ástinni vilja flestir hitta í mark. Ef þeir þá nenna, eins og segir í laginu. Sumir eru í essinu sínu þegar velja á gjafir, pæla mikið, skoða mikið og hitta yfirleitt í mark. Á sama tíma geta gjafakaup verið mikill hausverkur fyrir aðra. Lítill tími, mikil pressa og hræðslan við að kaupa ekki „réttu“ gjöfina. Einhver pör eða hjón hafa reglur eða hefðir þegar kemur að jólagjöf til hvors annars. Sum pör kaupa sér eitthvað sameiginlegt, önnur miða jafnvel við einhverja ákveðna upphæð og einhver gætu ákveðið að gefa alltaf einhverja upplifun. Allur gangur á þessu. Hvernig svo sem það er þá vilja flestir slá í gegn með jólagjöfinni, gleðja makann sinn. Spurning vikunnar er sprottin út frá þeim hugleiðingum hvort að pressan, sem getur verið til staðar, við það að hitta í mark sé jafnvel að valda meiri áhyggjum eða gleði. Könnunin er kynjaskipt og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Karlar svara hér: Konur svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Jól Ástin og lífið Spurning vikunnar Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira