Döhler dró tennurnar úr Haukunum í leiknum og tók síðan viðtalið á íslensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 13:01 Phil Döhler fagnar einu af 23 vörðum skotum í leiknum á móti Haukunum í gærkvöldi. S2 Sport Phil Döhler átti mjög flottan leik í marki FH í gær þegar liðið vann 28-24 sigur á nágrönnum sínum í Haukum. Seinni bylgjan ræddi um og ræddi við þýska markvörðinn eftir leik. Hann veitti viðtalið á íslensku. „Ef við tökum sviðið sem hann er að spila á hérna og gildi þessa leiks þá klárlega er þetta hans besta frammistaða. Hann varði jafnt og þétt yfir allan leikinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hann var með einhver átta skot varin í fyrri hálfleik og svo á þessum kafla þar sem FH-ingar breyta stöðunni úr 19-19 í 24-19 þá er hann gjörsamlega frábær,“ sagði Theodór. Phil Döhler var 23 skot í leiknum þar af eitt víti. Það er fimmtíu prósent markvarsla í toppslag sem er frábært. S2 Sport „Hann er ekki bara að taka þessa bolta sem hann á að verja. Hann er að verja fullt af dauðafærum og var algjörlega í ham á þessum kafla. Hann dró algjörlega tennurnar úr sóknarmönnum Hauka,“ sagði Theodór. Phil Döhler vakti ekki síður athygli fyrir það að tala á íslensku í viðtalinu eftir leik en hann hefur spilað hér í nokkur ár. „Þetta var frábær, fá tvö stig og vinna Hauka. Þetta var risaleikur á milli liðanna í fyrsta og öðru sæti og þetta var því frábær sigur,“ sagði Phil Döhler. „Já kannski var þetta bara besti leikurinn minn. Ég gerði smá mistök en fimm til tíu mínútur voru frábærar hjá mér. Þetta var bara góður leikur hjá mér,“ sagði Döhler. „Ég reyni að lesa skotin en ég er líka með frábæra vörn fyrir framan mig og mér finnst allt vera á uppleið hjá okkur,“ sagði Döhler. Hann datt reyndar aðeins inn í enskuna en það var samt til mikillar fyrirmyndar hjá honum að vera að læra íslenskuna. Það má sjá viðtalið við Döhler og umræðuna um hann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Phil Döhler frábær á móti Haukum og flottur í viðtali eftir leik Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Haukar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Ef við tökum sviðið sem hann er að spila á hérna og gildi þessa leiks þá klárlega er þetta hans besta frammistaða. Hann varði jafnt og þétt yfir allan leikinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hann var með einhver átta skot varin í fyrri hálfleik og svo á þessum kafla þar sem FH-ingar breyta stöðunni úr 19-19 í 24-19 þá er hann gjörsamlega frábær,“ sagði Theodór. Phil Döhler var 23 skot í leiknum þar af eitt víti. Það er fimmtíu prósent markvarsla í toppslag sem er frábært. S2 Sport „Hann er ekki bara að taka þessa bolta sem hann á að verja. Hann er að verja fullt af dauðafærum og var algjörlega í ham á þessum kafla. Hann dró algjörlega tennurnar úr sóknarmönnum Hauka,“ sagði Theodór. Phil Döhler vakti ekki síður athygli fyrir það að tala á íslensku í viðtalinu eftir leik en hann hefur spilað hér í nokkur ár. „Þetta var frábær, fá tvö stig og vinna Hauka. Þetta var risaleikur á milli liðanna í fyrsta og öðru sæti og þetta var því frábær sigur,“ sagði Phil Döhler. „Já kannski var þetta bara besti leikurinn minn. Ég gerði smá mistök en fimm til tíu mínútur voru frábærar hjá mér. Þetta var bara góður leikur hjá mér,“ sagði Döhler. „Ég reyni að lesa skotin en ég er líka með frábæra vörn fyrir framan mig og mér finnst allt vera á uppleið hjá okkur,“ sagði Döhler. Hann datt reyndar aðeins inn í enskuna en það var samt til mikillar fyrirmyndar hjá honum að vera að læra íslenskuna. Það má sjá viðtalið við Döhler og umræðuna um hann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Phil Döhler frábær á móti Haukum og flottur í viðtali eftir leik
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Haukar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira