Ísland varð í 3. sæti í undanúrslitunum með heildareinkunn upp á 50.275. Svíþjóð fékk hæstu einkunnina, 53.650, en Bretland næsthæstu, 50.625.
„Þetta gekk mjög vel. Við gerðum nokkur mistök en eigum fullt inni. Þetta var allt samkvæmt áætlun,“ sagði Guðrún í samtali við Vísi eftir undanúrslitin.
„Við gerðum okkar besta en allt í einu komu nokkur mistök. En við unnum vel úr þeim.“
Undirbúningurinn fyrir EM hefur verið langur og strangur og því var mikill léttir að komast loks á stóra sviðið. „Þetta var mjög gaman,“ sagði Guðrún sátt.
En hvert er markmið íslenska liðsins í úrslitunum?
„Negla þetta og komast á toppinn! Við eigum fullt inni eftir daginn“ sagði Guðrún.