Sport

Blandaða liðið þriðja í undanúrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Góðu stökki fagnað.
Góðu stökki fagnað. stefán pálsson

Blandað lið Íslands í unglingaflokki lenti í 3. sæti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í hópfimleikum.

Blandað lið Íslands í unglingaflokki lenti í 3. sæti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í hópfimleikum. Ísland var með heildareinkunn upp á 47.475 og var 2.750 á eftir toppliði Bretlands.

Íslenska liðið í gólfæfingunum.stefán þór friðriksson

Íslenska liðið hóf keppni með gólfæfingum. Fyrir þær fékk það 16.325 í einkunn. Næst var komið að stökki og þær æfingar skiluðu Íslendingum 14.850 í einkunn.

Íslenska liðið endaði á trampólíni. Glæsileg stökk íslensku keppendanna og fögnuðurinn eftir þau var ósvikinn. Stökkin skiluðu Íslendingum 16.300 í einkunn og þau skutust við það á toppinn.

Ánægður með sig.stefán pálsson

Bretland endurheimti toppsætið með gólfæfingunum sínum og hélt því. Svíþjóð endaði í 2. sæti með 49.900 í heildareinkunn.

Úrslitin hjá blönduðum liðum fara fram á föstudaginn og hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×