Gummi Tóta með flotta innkomu þegar New York sló út Arnór Ingva og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 08:01 Guðmundur Þórarinsson fagnar með félögum sínum í New York City FC eftir að sigurinn var í höfn í vítakeppninni. AP/Charles Krupa Guðmundur Þórarinsson og félagar i New York City eru komnir alla leið í úrslitaleik Austudeildar MLS-deildarinnar eftir að hafa slegið út deildarmeistara New England Revolution í Íslendingarslag í nótt. Liðin gerðu 2-2 jafntefli eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. New York City vann 5-3 í vítakeppni. Onwards. Together. #ForTheCity pic.twitter.com/OX2VjXT7Wh— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á bekknum í leiknum en komu inn á sem varamenn. Arnór Ingvi kom inn á 90. mínútu en var síðan tekin aftur af velli á 114. mínútu. Guðmundur kom inn á 101. mínútu og átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Valentín Castellanos. Castellanos skoraði þá með skalla og kom New York City í 2-1. Hér fyrir neðan má sjá fyrirgjöf Gumma Tóta og markið. THE LATE TATYGOL @tatycaste11anos pic.twitter.com/mkGa6u1zuz— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Tajon Buchanan jafnaði metin fyrir Revolution og tryggði sínu liði vítakeppni. Leikmenn New York City nýttu allar fimm vítaspyrnurnar sínar og voru búnir að vinna vítakeppnina fyrir síðustu spyrnu New England. Guðmundur tók ekki víti fyrir sitt lið og Arnór Ingvi var farinn af velli. THAT WINNING PENALTY #ForTheCity pic.twitter.com/7NDpggp6Xw— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Adam Buksa sem skoraði fyrra mark New England í leiknum var sá eini sem klikkaði en Sean Johnson varði frá honum aðra vítaspyrnu liðsins. Buksa jafnaði leikinn í 1-1 á 9. mínútu eftir að Santiago Rodríguez hafði komið New York City í 1-0 strax á 3. mínútu. New York City mætir Philadelphia Union í úrslitaleik Austurdeildarinnar sem fer fram á sunnudaginn kemur. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn. Highlights from an instant #MLSCupPlayoffs classic in Foxborough #ForTheCity pic.twitter.com/NM2qa1vPeA— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 MLS Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. New York City vann 5-3 í vítakeppni. Onwards. Together. #ForTheCity pic.twitter.com/OX2VjXT7Wh— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á bekknum í leiknum en komu inn á sem varamenn. Arnór Ingvi kom inn á 90. mínútu en var síðan tekin aftur af velli á 114. mínútu. Guðmundur kom inn á 101. mínútu og átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Valentín Castellanos. Castellanos skoraði þá með skalla og kom New York City í 2-1. Hér fyrir neðan má sjá fyrirgjöf Gumma Tóta og markið. THE LATE TATYGOL @tatycaste11anos pic.twitter.com/mkGa6u1zuz— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Tajon Buchanan jafnaði metin fyrir Revolution og tryggði sínu liði vítakeppni. Leikmenn New York City nýttu allar fimm vítaspyrnurnar sínar og voru búnir að vinna vítakeppnina fyrir síðustu spyrnu New England. Guðmundur tók ekki víti fyrir sitt lið og Arnór Ingvi var farinn af velli. THAT WINNING PENALTY #ForTheCity pic.twitter.com/7NDpggp6Xw— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Adam Buksa sem skoraði fyrra mark New England í leiknum var sá eini sem klikkaði en Sean Johnson varði frá honum aðra vítaspyrnu liðsins. Buksa jafnaði leikinn í 1-1 á 9. mínútu eftir að Santiago Rodríguez hafði komið New York City í 1-0 strax á 3. mínútu. New York City mætir Philadelphia Union í úrslitaleik Austurdeildarinnar sem fer fram á sunnudaginn kemur. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn. Highlights from an instant #MLSCupPlayoffs classic in Foxborough #ForTheCity pic.twitter.com/NM2qa1vPeA— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021
MLS Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira