„Vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 20:45 Guðrún Arnardóttir var sátt með stigin þrjú, en segir þó að hún viti að liðið geti gert miklu betur. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 4-0 sigri liðsins gegn Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Þrátt fyrir öruggan sigur Íslands var hún ekki nógu sátt með spilamennsku liðsins. „Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
„Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
„Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43
Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20
Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02