Leikur norska kvennalandsliðsins í fótbolta stöðvaður vegna þoku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 15:10 Norsku stelpurnar fagna einu af mörkunum sínum í þokunni í Jerevan í kvöld. AP/Hakob Berberyan) Leikur Armeníu og Noregs í undankeppni HM kvenna í fótbolta fer fram við erfiðar aðstæður í Jerevan og það endaði með að dómarinn stöðvaði leikinn. Nú er búið að ákveða að leikurinn verður ekki kláraður fyrr en á morgun. Norska liðið var komið í 9-0 eftir sjötíu mínútna leik en þá var þokan orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Það sást vel allan fyrri hálfleikinn og framan af þeim síðari en þá lagðist þokan yfir völlinn. Dómari leiksins hætti að sjá á milli vítateiganna og ákvað því að stöðva leikinn. Leikurinn er í beinni útsendingu í norska sjónvarpinu og það sást vel að þokan er mjög þétt. Norsku lýsendurnir sáu eiginlega ekki hver skoraði níunda markið. Um tíma leit út fyrir að dómarinn ætlaði að senda liðin út á völlinn aftur en með litaðan bolta og að norsku stelpurnar myndu spila í skærgrænum verstum. Þokan þéttist þá enn meira og dómarinn tak alla leikmenn liðanna aftur inn í búningsklefa. Dómarinn ætlaði þá að bíða að sjá hvort þokunni létti eða hvort þurfi að spila leikinn á morgun. Hún hafði 45 mínútur upp á að hlaupa eftir að hún stöðvaði leikinn en klukkan 15.15 var ákveðið að leikurinn verði ekki kláraður fyrr en á morgun. Elisabeth Terland (2 mörk), Lisa-Marie Utland (2), Frida Leonhardsen-Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusoy höfðu allar skorað fyrir norska liðið og úrslitin löngu ráðin. Noregur vann 10-0 sigur í fyrri leik liðanna í Noregi en norska liðið hefur náð í þrettán af fimmtán mögulegum stigum í riðlinum. Armenía hefur hvorki fengið stig né skorað mark í riðlinum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Norska liðið var komið í 9-0 eftir sjötíu mínútna leik en þá var þokan orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Það sást vel allan fyrri hálfleikinn og framan af þeim síðari en þá lagðist þokan yfir völlinn. Dómari leiksins hætti að sjá á milli vítateiganna og ákvað því að stöðva leikinn. Leikurinn er í beinni útsendingu í norska sjónvarpinu og það sást vel að þokan er mjög þétt. Norsku lýsendurnir sáu eiginlega ekki hver skoraði níunda markið. Um tíma leit út fyrir að dómarinn ætlaði að senda liðin út á völlinn aftur en með litaðan bolta og að norsku stelpurnar myndu spila í skærgrænum verstum. Þokan þéttist þá enn meira og dómarinn tak alla leikmenn liðanna aftur inn í búningsklefa. Dómarinn ætlaði þá að bíða að sjá hvort þokunni létti eða hvort þurfi að spila leikinn á morgun. Hún hafði 45 mínútur upp á að hlaupa eftir að hún stöðvaði leikinn en klukkan 15.15 var ákveðið að leikurinn verði ekki kláraður fyrr en á morgun. Elisabeth Terland (2 mörk), Lisa-Marie Utland (2), Frida Leonhardsen-Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusoy höfðu allar skorað fyrir norska liðið og úrslitin löngu ráðin. Noregur vann 10-0 sigur í fyrri leik liðanna í Noregi en norska liðið hefur náð í þrettán af fimmtán mögulegum stigum í riðlinum. Armenía hefur hvorki fengið stig né skorað mark í riðlinum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira