Nöfnin sem hestanafnanefnd hefur hafnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:15 Nokkuð strangar reglur gilda um nöfn á íslenska hestinum, vilji eigendur fá þá skráða í alþjóðlega upprunaættbók. Vísir/vilhelm Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum. Fjallað var um mál hryssunnar Lánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti eigandi hennar, Þeba Björt Karlsdóttir, því að hestanafnanefnd hefði hafnað beiðni hennar um að fá nafnið skráð á hryssuna í upprunaættbók íslenska hestsins á grundvelli þess að það væri hvorugkynsorð. Í ættbókina eru skráð öll hross af íslenska hestakyninu hvar sem þau eru fædd í heiminum. Leikur einn var hins vegar að fá nafnið Lán, sem í þessu tilfelli væri kvenkyns og beygðist eins og kvenmannsnafnið Rán, samþykkt hjá mannanafnanefnd. Kristín Halldórsdóttir annar nefndarmanna í hestanafnanefnd segir í svari við fyrirspurn fréttastofu um störf nefndarinnar að árið 2016 hafi Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, ákveðið að skýra reglur varðandi þau nöfn sem skráð eru í ættbókina. Hún bendir á að aðildarlönd séu 22 talsins. „Ákveðið var að fylgja þeirri hefð að nöfn sem skráð eru í ættbókina skuli vera á íslensku; kvenkyns fyrir hryssur og karlkyns fyrir hesta. Þegar nöfnum er hafnað er það í lang flestum tilvikum vegna þess að ekki er hægt að finna neina tengingu við íslenskt mál eða þá að um hvorugkynsorð er að ræða.“ Fiðrildi, Granít og Hvide En hver eru nöfnin sem ekki hafa hlotið hljómgrunn innan hestanafnanefndar? Dæmi um þau má finna hér fyrir neðan: Hvorugkynsorð: Apótek, Apparat, Dýnamít, Dómínó, Fiðrildi, Fjör, Granít, Heljargljúfur, Hjarta, Írafár, Kirsuber, Koníak, Leiðarljós, Lerki, Leyndarmál ofl. Ekki íslenska: Panther, Mithrandir, Lovely, Lord Mason, Kopernika, Ranumi, Jaade, Jotne, Izmir, Idawen, Hvide, Hiromi, Heidewitzka, Harlequin, Grazia, Ganymed, Froshi, Euphoria, Deijanira, D´artagnan, Caesar, Berenice, Bahia, Avicii, Attica og svo mætti lengi telja. Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Fjallað var um mál hryssunnar Lánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti eigandi hennar, Þeba Björt Karlsdóttir, því að hestanafnanefnd hefði hafnað beiðni hennar um að fá nafnið skráð á hryssuna í upprunaættbók íslenska hestsins á grundvelli þess að það væri hvorugkynsorð. Í ættbókina eru skráð öll hross af íslenska hestakyninu hvar sem þau eru fædd í heiminum. Leikur einn var hins vegar að fá nafnið Lán, sem í þessu tilfelli væri kvenkyns og beygðist eins og kvenmannsnafnið Rán, samþykkt hjá mannanafnanefnd. Kristín Halldórsdóttir annar nefndarmanna í hestanafnanefnd segir í svari við fyrirspurn fréttastofu um störf nefndarinnar að árið 2016 hafi Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, ákveðið að skýra reglur varðandi þau nöfn sem skráð eru í ættbókina. Hún bendir á að aðildarlönd séu 22 talsins. „Ákveðið var að fylgja þeirri hefð að nöfn sem skráð eru í ættbókina skuli vera á íslensku; kvenkyns fyrir hryssur og karlkyns fyrir hesta. Þegar nöfnum er hafnað er það í lang flestum tilvikum vegna þess að ekki er hægt að finna neina tengingu við íslenskt mál eða þá að um hvorugkynsorð er að ræða.“ Fiðrildi, Granít og Hvide En hver eru nöfnin sem ekki hafa hlotið hljómgrunn innan hestanafnanefndar? Dæmi um þau má finna hér fyrir neðan: Hvorugkynsorð: Apótek, Apparat, Dýnamít, Dómínó, Fiðrildi, Fjör, Granít, Heljargljúfur, Hjarta, Írafár, Kirsuber, Koníak, Leiðarljós, Lerki, Leyndarmál ofl. Ekki íslenska: Panther, Mithrandir, Lovely, Lord Mason, Kopernika, Ranumi, Jaade, Jotne, Izmir, Idawen, Hvide, Hiromi, Heidewitzka, Harlequin, Grazia, Ganymed, Froshi, Euphoria, Deijanira, D´artagnan, Caesar, Berenice, Bahia, Avicii, Attica og svo mætti lengi telja.
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira