Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Siggu Gunnars er í dag einn vinsælasti útvarpsmaður landsins. Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. Um var að ræða þau Sigurð Gunnarsson útvarpsmann, Álfheiði Erlu Guðmundsdóttir óperusöngkonu í Basel og Örn Árnason leikara. Í þættinum fór Siggi Gunnars yfir þann tíma þegar hann kom út úr skápnum 25 ára. „Talandi um það að ég sé svo oft fastur í hausnum á mér og býst alltaf við verstu mögulegu útkomunni. Ég bjóst ekki við því að ég gæti unnið í því sem ég vildi vinna í ef ég kæmi út úr skápnum,“ segir Sigurður sem vinnur í dag sem útvarpsmaður á K100 og hefur alla tíð ætlað sér að starfa í útvarpi. „Ég var svo viss um að allt myndi snúast gegn mér ef ég kæmi út úr skápnum. Innri fordómarnir eru yfirleitt verstu óvinirnir. Þú ert með svo mikla innbyggða fordóma gagnvart sjálfum þér. Ég var bara búinn að búast við því að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu, vinirnir myndu snúa við mér bakinu og heimurinn myndi bara hrynja. Ég er að fatta að ég sé hommi 11, 12 ára og hverjum einasta degi í tíu ár ert þú að hugsa, ég er slæmur, ég er hræðilegur, ég er ógeð,“ segir Siggi og heldur áfram. „Ástæðan fyrir því að ég er svona glöð manneskja í dag er sennilega að ég lifði þetta bara bókstaflega af. Ég er svo þakklátur að hafa komið út úr skápnum og fengið þetta verkefni í lífinu. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig, þú ferð í svo mikla sjálfsskoðun og þetta er mikið uppgjöf við sjálfan þig.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Framkomu. Klippa: Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum Framkoma Hinsegin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Um var að ræða þau Sigurð Gunnarsson útvarpsmann, Álfheiði Erlu Guðmundsdóttir óperusöngkonu í Basel og Örn Árnason leikara. Í þættinum fór Siggi Gunnars yfir þann tíma þegar hann kom út úr skápnum 25 ára. „Talandi um það að ég sé svo oft fastur í hausnum á mér og býst alltaf við verstu mögulegu útkomunni. Ég bjóst ekki við því að ég gæti unnið í því sem ég vildi vinna í ef ég kæmi út úr skápnum,“ segir Sigurður sem vinnur í dag sem útvarpsmaður á K100 og hefur alla tíð ætlað sér að starfa í útvarpi. „Ég var svo viss um að allt myndi snúast gegn mér ef ég kæmi út úr skápnum. Innri fordómarnir eru yfirleitt verstu óvinirnir. Þú ert með svo mikla innbyggða fordóma gagnvart sjálfum þér. Ég var bara búinn að búast við því að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu, vinirnir myndu snúa við mér bakinu og heimurinn myndi bara hrynja. Ég er að fatta að ég sé hommi 11, 12 ára og hverjum einasta degi í tíu ár ert þú að hugsa, ég er slæmur, ég er hræðilegur, ég er ógeð,“ segir Siggi og heldur áfram. „Ástæðan fyrir því að ég er svona glöð manneskja í dag er sennilega að ég lifði þetta bara bókstaflega af. Ég er svo þakklátur að hafa komið út úr skápnum og fengið þetta verkefni í lífinu. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig, þú ferð í svo mikla sjálfsskoðun og þetta er mikið uppgjöf við sjálfan þig.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Framkomu. Klippa: Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum
Framkoma Hinsegin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira