Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les kvöldfréttir.
Edda Andrésdóttir les kvöldfréttir.

Sjö ráðherrar höfðu stólaskipti á Bessastöðum í dag. Við fjöllum ítarlega um nýja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, stjórnarsáttmálann og nýja ráðherra í kvöldfréttum stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þá tökum við stöðuna á Covid-faraldrinum en það skýrist á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir frekar vegna Ómíkron-afbrigðisins, að sögn sóttvarnalæknis. Enn er margt um það á huldu.

Svæfa þurfti hund konu sem ekki náði sambandi við neyðarvakt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún kallar eftir svörum en við ræðum við hana í kvöldfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×