Fótbolti

Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson spilaði tæpar 80 mínútur fyrir AGF í kvöld.
Mikael Anderson spilaði tæpar 80 mínútur fyrir AGF í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF og Stefán Teitur Þórðarson byrjaði fyrir Silkeborg er liðin gerðu 1-1 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mustapha Bundu kom heimamönnum í AGF yfir á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá Albert Gronbaek og staðan var því 1-0 í hálfleik.

Rasmus Carstensen jafnaði metin fyrir Silkeborg þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Lokatölur urðu því 1-1, en liðin eru enn hlið við hlið í töflunni. Silkeborg situr í sjötta sæti með 25 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum meira en AGF sem situr í sjöunda sæti.

Stefán Teitur var tekin af velli í hálfleik í liði Silkeborg, en Jón Dagur Þorsteinsson spilaði seinustu tíu mínútur leiksins fyrir AGF eftir að hann kom inn á fyrir Mikael Anderson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×