„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að hræðast nýtt afbrigði kórónuveirunnar að svo stöddu. Það sé enn ekki orðið svo útbreitt. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. Nýja afbrigðið kallast nú B.1.1.529 og hefur greinst víða um Suður-Afríku að undanförnu. Minnst 77 tilfelli afbrigðisins hafa verið staðfest þar. Menn óttast að það sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Þórólfur segir nýja afbrigðið áhyggjuefni en telur ekki tímabært að fara að skipuleggja einhverjar aðgerðir vegna þess. „Það er ákveðið áhyggjuefni en við skulum bara bíða róleg og sjá hvernig þetta verður. Það eru mjög margir að fjalla um þetta og menn eru að skoða hversu alvarlegra þetta afbrigði er en önnur afbrigði,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Klippa: Þórólfur um nýtt afbrigði Covid „Ég minni líka á það að við erum með ákveðnar aðgerðir á landamærunum hér sem aðrir eru ekki með. Við líka raðgreinum allar veirur hér sem greinast sem aðrir gera ekki þannig að ég held að við séum ágætlega undirbúin til að taka á móti ef þetta skyldi koma hingað. Auðvitað sjáum við bara til og það er alveg hugsanlegt ef þróunin verður eitthvað óhagstæð að við þurfum að grípa til einhverra harðari aðgerða á landamærunum, en við skulum bara sjá til.“ Ekki tilefni til að stoppa flug Hann segir afbrigðið enn ekki hafa greinst hér á landi. Hann telur þá ekki ástæðu til að grípa til hertari aðgerða á landamærum, afbrigðið sé ekki orðið svo útbreitt. „Það eru nokkrar þjóðir sem eru að stoppa beint flug frá þessum svæðum þar sem þetta hefur greinst en það er ekkert beint flug frá okkur þannig að ég held að þær aðgerðir sem við erum með séu bara nokkuð góðar þannig að við skulum bara sjá aðeins til og anda rólega,“ segir Þórólfur. Klippa: Varar fólk við að tapa sér í umræðunni Hann varar fólk við því að „tapa sér í umræðunni“. „Það er fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna. Við förum ekkert að setja okkur plön og fara langt fram úr sér. Ég minni líka á að það hafa áður komið upp afbrigði sem við höfum haft áhyggjur af. Áður hefur komið upp afbrigði til dæmis í Suður-Afríku, Brasilíu og fleiri stöðum sem maður hefur haft áhyggjur af og sem virutst vera mun verri en varð síðan ekkert úr,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá til og tapa okkur ekki í umræðunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Nýja afbrigðið kallast nú B.1.1.529 og hefur greinst víða um Suður-Afríku að undanförnu. Minnst 77 tilfelli afbrigðisins hafa verið staðfest þar. Menn óttast að það sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Þórólfur segir nýja afbrigðið áhyggjuefni en telur ekki tímabært að fara að skipuleggja einhverjar aðgerðir vegna þess. „Það er ákveðið áhyggjuefni en við skulum bara bíða róleg og sjá hvernig þetta verður. Það eru mjög margir að fjalla um þetta og menn eru að skoða hversu alvarlegra þetta afbrigði er en önnur afbrigði,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Klippa: Þórólfur um nýtt afbrigði Covid „Ég minni líka á það að við erum með ákveðnar aðgerðir á landamærunum hér sem aðrir eru ekki með. Við líka raðgreinum allar veirur hér sem greinast sem aðrir gera ekki þannig að ég held að við séum ágætlega undirbúin til að taka á móti ef þetta skyldi koma hingað. Auðvitað sjáum við bara til og það er alveg hugsanlegt ef þróunin verður eitthvað óhagstæð að við þurfum að grípa til einhverra harðari aðgerða á landamærunum, en við skulum bara sjá til.“ Ekki tilefni til að stoppa flug Hann segir afbrigðið enn ekki hafa greinst hér á landi. Hann telur þá ekki ástæðu til að grípa til hertari aðgerða á landamærum, afbrigðið sé ekki orðið svo útbreitt. „Það eru nokkrar þjóðir sem eru að stoppa beint flug frá þessum svæðum þar sem þetta hefur greinst en það er ekkert beint flug frá okkur þannig að ég held að þær aðgerðir sem við erum með séu bara nokkuð góðar þannig að við skulum bara sjá aðeins til og anda rólega,“ segir Þórólfur. Klippa: Varar fólk við að tapa sér í umræðunni Hann varar fólk við því að „tapa sér í umræðunni“. „Það er fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna. Við förum ekkert að setja okkur plön og fara langt fram úr sér. Ég minni líka á að það hafa áður komið upp afbrigði sem við höfum haft áhyggjur af. Áður hefur komið upp afbrigði til dæmis í Suður-Afríku, Brasilíu og fleiri stöðum sem maður hefur haft áhyggjur af og sem virutst vera mun verri en varð síðan ekkert úr,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá til og tapa okkur ekki í umræðunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58