„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2021 13:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu í 4-0 sigrinum á Tékklandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld. Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira