„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2021 13:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu í 4-0 sigrinum á Tékklandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld. Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira
Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira