Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:25 Messias var bjargvættur AC Milan í kvöld. Denis Doyle/Getty Images Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting. Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira
Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira