Ásta færð á Stóra sviðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:31 Vel sótt var á málþing um Ástu sem haldið var í Þjóðleikhúsinu. Aðsent Uppselt hefur verið á fjörutíu sýningar á verkið Ásta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Því hefur verið ákveðið að færa sýninguna yfir á Stóra sviðið. Sýningin Ásta er eftir Ólaf Egil Egilsson. Hún hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Kassanum frá því frumsýnt var síðasta haust. „Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú hefur verið ákveðið að færa sýninguna á Stóra sviðið. Þegar er orðið uppselt á tvær sýningar á Stóra sviðinu en aukasýningum hefur nú verið bætt við,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Með aðalhlutverk fer Birgitta Birgisdóttir. Ólafur Egill leiktýrir sjálfur sýningunni en aðstoðarleikstjóri og dramatúrgur er Andrea Elín Vilhjálmsdóttir. Um tónlistarstjórn sér Guðmundur Óskar Guðmundsson. Hér fyrir neðan má heyra hlaðvarpsviðtal við Ólaf og Andreu um sýninguna. Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst. „Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Matthildur Hafliðadóttir söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja frumsamin lög við ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.“ Lagið Perluskel má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Leikhús Menning Tengdar fréttir „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Sýningin Ásta er eftir Ólaf Egil Egilsson. Hún hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Kassanum frá því frumsýnt var síðasta haust. „Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú hefur verið ákveðið að færa sýninguna á Stóra sviðið. Þegar er orðið uppselt á tvær sýningar á Stóra sviðinu en aukasýningum hefur nú verið bætt við,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Með aðalhlutverk fer Birgitta Birgisdóttir. Ólafur Egill leiktýrir sjálfur sýningunni en aðstoðarleikstjóri og dramatúrgur er Andrea Elín Vilhjálmsdóttir. Um tónlistarstjórn sér Guðmundur Óskar Guðmundsson. Hér fyrir neðan má heyra hlaðvarpsviðtal við Ólaf og Andreu um sýninguna. Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst. „Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Matthildur Hafliðadóttir söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja frumsamin lög við ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.“ Lagið Perluskel má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Tengdar fréttir „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01