Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir von á niðurstöðum á næstunni um vörn örvunarskammtsins. Vísir/Vilhelm Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira