Björgvin Karl besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:04 Björgvin Karl Guðmundsson er í svaklegu formi og hefur verið það mjög lengi. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson hefur átt magnaðan feril í CrossFit íþróttinni þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að verða heimsmeistari í íþróttinni. Morning Chalk Up fjallar um BKG og veltir því fyrir sér hvort hann sé besti evrópski CrossFit maður sögunnar. Björgvin Karl hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir að hann hafi kannski vantað toppinn til að skila honum efsta á pallinn á heimsleikunum þá hefur frammistaðan verið mögnuð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl hefur meðal annars verið efsti Evrópumaðurinn í fimm skipti og allt á síðustu sjö árum. Patrick Clark fór yfir feril Björgvins í grein sinni á Morning Chalk Up og reyndi að svara spurningunni hvort Björgvin Karl sé besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit. Samkeppnin er þá frá köppum eins og Jonne Koski, Lukas Högberg og Mikko Salo en niðurstaðan er okkar manni í vil. Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti) View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Fólk í kringum mig hefur þurft að hlusta á það í mörg ár þegar ég væli yfir því hvað hann kemst lítið í sviðsljósið. Hversu litla viðurkenningu hann fær þó að það sé morgunljóst að hann er einn sá besti í heimi í sinni íþrótt,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fréttinni um Björgvin Karl. „Það hafa verið keppnir þar sem hann hefur endað á verðlaunapallinum en lýsendurnir hafa varla nefnt hann á nafn alla útsendinguna. Það hafa líka verið gerðar kvikmyndir um CrossFit þar sem hann hefur lítið komið við sögu þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína,“ skrifaði Snorri Barón. „Það er því gaman að hann fái hér alvöru viðurkenningu. Hrós til fólksins á Morning Chalk Up,“ skrifaði Snorri. Það má lesa greinina um Björgvin Karl hér en greinin sem er samt fyrir aftan áskrifarvegginn á síðu Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Björgvin Karl hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir að hann hafi kannski vantað toppinn til að skila honum efsta á pallinn á heimsleikunum þá hefur frammistaðan verið mögnuð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl hefur meðal annars verið efsti Evrópumaðurinn í fimm skipti og allt á síðustu sjö árum. Patrick Clark fór yfir feril Björgvins í grein sinni á Morning Chalk Up og reyndi að svara spurningunni hvort Björgvin Karl sé besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit. Samkeppnin er þá frá köppum eins og Jonne Koski, Lukas Högberg og Mikko Salo en niðurstaðan er okkar manni í vil. Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti) View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Fólk í kringum mig hefur þurft að hlusta á það í mörg ár þegar ég væli yfir því hvað hann kemst lítið í sviðsljósið. Hversu litla viðurkenningu hann fær þó að það sé morgunljóst að hann er einn sá besti í heimi í sinni íþrótt,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fréttinni um Björgvin Karl. „Það hafa verið keppnir þar sem hann hefur endað á verðlaunapallinum en lýsendurnir hafa varla nefnt hann á nafn alla útsendinguna. Það hafa líka verið gerðar kvikmyndir um CrossFit þar sem hann hefur lítið komið við sögu þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína,“ skrifaði Snorri Barón. „Það er því gaman að hann fái hér alvöru viðurkenningu. Hrós til fólksins á Morning Chalk Up,“ skrifaði Snorri. Það má lesa greinina um Björgvin Karl hér en greinin sem er samt fyrir aftan áskrifarvegginn á síðu Morning Chalk Up.
Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti)
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira