Samherjar Martins gera grín að því að Ísland eigi ekki nothæfa keppnishöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin Hermannsson aftur í íslenska landsliðið. vísir/bára Það eru ekki bara Íslendingar sem furða sig á því að ekki sé nothæf keppnishöll hér á landi. Félagar Martins Hermannssonar í spænska körfuboltaliðinu Valencia eru farnir að gera grín að þessu ástandi. Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru. Spænski körfuboltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti