Samherjar Martins gera grín að því að Ísland eigi ekki nothæfa keppnishöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin Hermannsson aftur í íslenska landsliðið. vísir/bára Það eru ekki bara Íslendingar sem furða sig á því að ekki sé nothæf keppnishöll hér á landi. Félagar Martins Hermannssonar í spænska körfuboltaliðinu Valencia eru farnir að gera grín að þessu ástandi. Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru. Spænski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti