Tíu ára útgáfa Skyrim: Féll aftur í gildru Bethesda Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 08:46 Bethesda Ég veit ekki hversu oft ég hef bjargað heiminum frá drekanum Alduin. Ég hef gert það sem nokkurs konar dreka-víkingur með sverð og skjöld, sem galdrakarl og sem bogamaður, svo eitthvað sé nefnt. Skyrim spilaði ég mjög mikið þegar hann kom út í nóvember 2011. Síðan þá, ekki svo mikið. Ég virðist þó aftur vera kolfallinn fyrir þessum gamla leik og get varla hætt að spila hann. Netverjar hafa lengi gert grín að Bethesda fyrir að gefa Skyrim margsinnis út í gegnum árin fyrir nýjar tölvur og jafnvel tól en nú hefur verið gefin út sérstök tíu ára afmælisútgáfa leiksins vinsæla. Árið 2013 kom út Skyrim – Legendary Edition. Árið 2016 kom út Skyrim: Special Edition og árið 2017 var leikurinn gefinn út fyrir Nintendo Switch. Ofan á það hefur hann einnig verið gefinn út fyrir sýndarveruleika. Afmælisútgáfan er sum sé sjötta útgáfa Skyrim. Engin brjáluð viðbót Þessi útgáfa inniheldur upprunalega leikinn og þrjá aukapakka hans. Einnig má þar finna allt efni sem framleitt var í Creation Club, nýjar breytingar (Vopn, brynjur og annað) og þar að auki er nú hægt að veiða fisk í Skyrim. Þetta er nú varla brjálæðislega mikið efni sem bætist við leikinn og í raun mun meira sem hverfur með því að nýja útgáfan skemmdi haug af svokölluðum „moddum“ eða heimagerðum viðbótum. Ég áttaði mig þó fljótt á því að ég þurfti ekki neinar viðbótir að viti. Ég byrjaði að spila Skyrim af krafti og sé ekkert fram á að hætta í bráð. Passa sig að verða ekki of kalt Það helsta og mögulega besta sem bættist við leikinn kallast „Survival mode“ og snýr að því að hetjan manns þarf að borða sofa og passa sig að verða ekki of kalt. Þetta getur gert skemmtilega mikið fyrir spilun Skyrim en ég slökkti þó temmilega fljótt á því hjá báðum Dragonborne sem ég er að spila Það var vegna þess að þetta var allt tiltölulega auðvelt og gerði í raun lítið annað en að hægja á spiluninni þegar á hólminn var komið. Það er gaman að hitta alla gömlu vinina í Skyrim aftur. Sérstaklega Lydiu.Bethesda Viðmótið enn ömurlegt, sko ÖMURLEGT! Helsti glæpur Bethesda í þessari útgáfuorgíu þeirra á Skyrim er að hafa aldrei tekið til í viðmóti leiksins. Það hefur frá upphaffi verið algjörlega hræðilegt. Þá er ég að tala um þegar maður skoðar þá galdra sem maður kann eða skoðar draslið sem maður er búinn að taka upp á ferðinni um Skyrim. Þetta eru fjölmargir galdrar og heilmikið drasl. Að skoða þetta í upprunalegu notendaviðmóti Skyrim er óþolandi. Ég reyndi fljótt að „modda“ það en nýja útgáfann kom í veg fyrir það og ég þurfti að setja leikinn upp á nýjan leik. Ég get ekki ýtt á I-takkann án þess að verða pirraður og það er slæmt, því maður er alltaf að ýta á þennan takka. Sama gamla grafíkin Grafík Skyrim var ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar leikurinn kom út árið 2011 og það hefur ekkert breyst. Þetta er sama grafíkin að mesti leyti. Núna er samt hægt að veiða fisk. Það er eitthvað. Ég hef reyndar ekki prófað það enn, því Alduin drepur sig ekki sjálfur. Það er þó töluvert af nýjum og áhugaverðum verkefnum til að leysa og áhugaverðum bókum til að lesa. Hér má sjá smá yfirlit yfir það sem nýtt er í afmælisútgáfunni. Samantekt-ish Ég vissi ekki að ég saknaði Skyrim fyrr en ég byrjaði að spila hann um daginn. Það fer eiginlega smá í taugarnar á mér en ég verð að segja að ég hef verið að skemmta mér konunglega. Það er enn skemmtilegt að bjarga íbúum Skyrim og Tamriel frá Alduin. Það allra versta við það að hafa dottið aftur í Skyrim er þó það hvað það er líklega langt í Elder Scrolls 6. Við fáum þó Starfield (geim-Skyrim) eftir ár, vonandi. Í millitíðinni mun ég líklega halda áfram að dunda mér í Skyrim, þar til ég fæ aftur nóg. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Skyrim er tíu ára og fær enn eina útgáfuna Hinn gífurlega vinsæli tölvuleikur The Elder Scrolls V: Skyrim kom út fyrir tíu árum í dag. Af því tilefni fær leikurinn enn eina útgáfuna og nú sérstaka afmælisútgáfu. 11. nóvember 2021 14:44 Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur. 10. nóvember 2021 08:46 Sýndu tuttugu mínútur úr Elden Ring Bandai Namco birti í gær rúmlega tuttugu mínútna sýnishorn úr leiknum Elden Ring frá From Software. Þeir eru þekktastir fyrir Souls-leikina svokölluðu en Elden Ring fylgir formúlu þeirra leikja fast eftir. 5. nóvember 2021 13:33 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ég virðist þó aftur vera kolfallinn fyrir þessum gamla leik og get varla hætt að spila hann. Netverjar hafa lengi gert grín að Bethesda fyrir að gefa Skyrim margsinnis út í gegnum árin fyrir nýjar tölvur og jafnvel tól en nú hefur verið gefin út sérstök tíu ára afmælisútgáfa leiksins vinsæla. Árið 2013 kom út Skyrim – Legendary Edition. Árið 2016 kom út Skyrim: Special Edition og árið 2017 var leikurinn gefinn út fyrir Nintendo Switch. Ofan á það hefur hann einnig verið gefinn út fyrir sýndarveruleika. Afmælisútgáfan er sum sé sjötta útgáfa Skyrim. Engin brjáluð viðbót Þessi útgáfa inniheldur upprunalega leikinn og þrjá aukapakka hans. Einnig má þar finna allt efni sem framleitt var í Creation Club, nýjar breytingar (Vopn, brynjur og annað) og þar að auki er nú hægt að veiða fisk í Skyrim. Þetta er nú varla brjálæðislega mikið efni sem bætist við leikinn og í raun mun meira sem hverfur með því að nýja útgáfan skemmdi haug af svokölluðum „moddum“ eða heimagerðum viðbótum. Ég áttaði mig þó fljótt á því að ég þurfti ekki neinar viðbótir að viti. Ég byrjaði að spila Skyrim af krafti og sé ekkert fram á að hætta í bráð. Passa sig að verða ekki of kalt Það helsta og mögulega besta sem bættist við leikinn kallast „Survival mode“ og snýr að því að hetjan manns þarf að borða sofa og passa sig að verða ekki of kalt. Þetta getur gert skemmtilega mikið fyrir spilun Skyrim en ég slökkti þó temmilega fljótt á því hjá báðum Dragonborne sem ég er að spila Það var vegna þess að þetta var allt tiltölulega auðvelt og gerði í raun lítið annað en að hægja á spiluninni þegar á hólminn var komið. Það er gaman að hitta alla gömlu vinina í Skyrim aftur. Sérstaklega Lydiu.Bethesda Viðmótið enn ömurlegt, sko ÖMURLEGT! Helsti glæpur Bethesda í þessari útgáfuorgíu þeirra á Skyrim er að hafa aldrei tekið til í viðmóti leiksins. Það hefur frá upphaffi verið algjörlega hræðilegt. Þá er ég að tala um þegar maður skoðar þá galdra sem maður kann eða skoðar draslið sem maður er búinn að taka upp á ferðinni um Skyrim. Þetta eru fjölmargir galdrar og heilmikið drasl. Að skoða þetta í upprunalegu notendaviðmóti Skyrim er óþolandi. Ég reyndi fljótt að „modda“ það en nýja útgáfann kom í veg fyrir það og ég þurfti að setja leikinn upp á nýjan leik. Ég get ekki ýtt á I-takkann án þess að verða pirraður og það er slæmt, því maður er alltaf að ýta á þennan takka. Sama gamla grafíkin Grafík Skyrim var ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar leikurinn kom út árið 2011 og það hefur ekkert breyst. Þetta er sama grafíkin að mesti leyti. Núna er samt hægt að veiða fisk. Það er eitthvað. Ég hef reyndar ekki prófað það enn, því Alduin drepur sig ekki sjálfur. Það er þó töluvert af nýjum og áhugaverðum verkefnum til að leysa og áhugaverðum bókum til að lesa. Hér má sjá smá yfirlit yfir það sem nýtt er í afmælisútgáfunni. Samantekt-ish Ég vissi ekki að ég saknaði Skyrim fyrr en ég byrjaði að spila hann um daginn. Það fer eiginlega smá í taugarnar á mér en ég verð að segja að ég hef verið að skemmta mér konunglega. Það er enn skemmtilegt að bjarga íbúum Skyrim og Tamriel frá Alduin. Það allra versta við það að hafa dottið aftur í Skyrim er þó það hvað það er líklega langt í Elder Scrolls 6. Við fáum þó Starfield (geim-Skyrim) eftir ár, vonandi. Í millitíðinni mun ég líklega halda áfram að dunda mér í Skyrim, þar til ég fæ aftur nóg.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Skyrim er tíu ára og fær enn eina útgáfuna Hinn gífurlega vinsæli tölvuleikur The Elder Scrolls V: Skyrim kom út fyrir tíu árum í dag. Af því tilefni fær leikurinn enn eina útgáfuna og nú sérstaka afmælisútgáfu. 11. nóvember 2021 14:44 Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur. 10. nóvember 2021 08:46 Sýndu tuttugu mínútur úr Elden Ring Bandai Namco birti í gær rúmlega tuttugu mínútna sýnishorn úr leiknum Elden Ring frá From Software. Þeir eru þekktastir fyrir Souls-leikina svokölluðu en Elden Ring fylgir formúlu þeirra leikja fast eftir. 5. nóvember 2021 13:33 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Skyrim er tíu ára og fær enn eina útgáfuna Hinn gífurlega vinsæli tölvuleikur The Elder Scrolls V: Skyrim kom út fyrir tíu árum í dag. Af því tilefni fær leikurinn enn eina útgáfuna og nú sérstaka afmælisútgáfu. 11. nóvember 2021 14:44
Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur. 10. nóvember 2021 08:46
Sýndu tuttugu mínútur úr Elden Ring Bandai Namco birti í gær rúmlega tuttugu mínútna sýnishorn úr leiknum Elden Ring frá From Software. Þeir eru þekktastir fyrir Souls-leikina svokölluðu en Elden Ring fylgir formúlu þeirra leikja fast eftir. 5. nóvember 2021 13:33