Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2021 22:22 Frá vegagerðinni í Helluskarði í síðdegissólinni í dag. Börkur Hrólfsson Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. Vegarkaflinn liggur upp úr Vatnsfirði um svokallaðan Pennusneiðing í Penningsdal og að gatnamótum Bíldudalsvegar í Helluskarði. Íslenskir aðalverktakar hófu vegagerðina um miðjan október í fyrra og var vonast til að kaflinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi fyrir veturinn. Gamla einbreiða brúin yfir Þverdalsá í dag. Fyrir ofan liggur nýi vegurinn. Fjær til vinstri sést út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Klæðningarflokkur frá Borgarverki, sem áður hafði lagt bundið slitlag á nýjan kafla í Arnarfirði, beið með tækjabúnað sinn á Brjánslæk eftir því að veður leyfði útlögn slitlagsins á Pennusneiðing. Héldu menn lengi í vonina um nokkurra daga góðan veðurkafla allt þar til snjóaði yfir vinnusvæðið í gær. Þótt markmiðið um klæðningu hafi ekki náðst verður hluti vegarins engu að síður opnaður umferð en án slitlags. Þar skiptir mestu að búið er að setja upp vegrið. Vegrið er komið á nýja kaflann um Pennusneiðing. Vinstra megin sér niður í Penningsdal.ÍAV/Bjarki Laxdal „Þetta verður opnað mjög fljótlega í næstu viku. Harðpakkað burðarlag er komið á,“ segir Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Verktakinn er að leggja samtals 8,2 kílómetra kafla, þar af eru um 600 metrar á Bíldudalsvegi, en þar færast gatnamótin. Kaflinn sem nú verður opnaður er um Pennusneiðing og upp í Þverdal. „Það verður opnaður kaflinn sem átti að klæða, 3,8 kílómetrar. Þar fyrir ofan er umferðin á nýja veginum að stærstum hluta upp að Norðdalsbrú, en að vísu er sá kafli án styrktarlags og burðalags. Samt breiður og góður vegur.“ Nýi vegarkaflinn við Þverdalsvatn. Fjær sér út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Starfsmenn ÍAV halda áfram vegavinnu á svæðinu fram til áramóta og eitthvað fram í janúar, að sögn Bjarka, en þó mun fækka í vinnuflokknum. Slitlagið verður svo lagt á allan kaflann í byrjun næsta sumars. „Við fáum rúma átta kílómetra vonandi fyrir lok júní,“ segir Bjarki. Áður var búið að opna 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vegagerðinni í september: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Tengdar fréttir Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Vegarkaflinn liggur upp úr Vatnsfirði um svokallaðan Pennusneiðing í Penningsdal og að gatnamótum Bíldudalsvegar í Helluskarði. Íslenskir aðalverktakar hófu vegagerðina um miðjan október í fyrra og var vonast til að kaflinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi fyrir veturinn. Gamla einbreiða brúin yfir Þverdalsá í dag. Fyrir ofan liggur nýi vegurinn. Fjær til vinstri sést út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Klæðningarflokkur frá Borgarverki, sem áður hafði lagt bundið slitlag á nýjan kafla í Arnarfirði, beið með tækjabúnað sinn á Brjánslæk eftir því að veður leyfði útlögn slitlagsins á Pennusneiðing. Héldu menn lengi í vonina um nokkurra daga góðan veðurkafla allt þar til snjóaði yfir vinnusvæðið í gær. Þótt markmiðið um klæðningu hafi ekki náðst verður hluti vegarins engu að síður opnaður umferð en án slitlags. Þar skiptir mestu að búið er að setja upp vegrið. Vegrið er komið á nýja kaflann um Pennusneiðing. Vinstra megin sér niður í Penningsdal.ÍAV/Bjarki Laxdal „Þetta verður opnað mjög fljótlega í næstu viku. Harðpakkað burðarlag er komið á,“ segir Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Verktakinn er að leggja samtals 8,2 kílómetra kafla, þar af eru um 600 metrar á Bíldudalsvegi, en þar færast gatnamótin. Kaflinn sem nú verður opnaður er um Pennusneiðing og upp í Þverdal. „Það verður opnaður kaflinn sem átti að klæða, 3,8 kílómetrar. Þar fyrir ofan er umferðin á nýja veginum að stærstum hluta upp að Norðdalsbrú, en að vísu er sá kafli án styrktarlags og burðalags. Samt breiður og góður vegur.“ Nýi vegarkaflinn við Þverdalsvatn. Fjær sér út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Starfsmenn ÍAV halda áfram vegavinnu á svæðinu fram til áramóta og eitthvað fram í janúar, að sögn Bjarka, en þó mun fækka í vinnuflokknum. Slitlagið verður svo lagt á allan kaflann í byrjun næsta sumars. „Við fáum rúma átta kílómetra vonandi fyrir lok júní,“ segir Bjarki. Áður var búið að opna 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vegagerðinni í september:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Tengdar fréttir Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08