Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að svokallaðir kórónupassar sem notaðir hafa verið í öðrum löndum gætu komið til skoðunar eftir örvunarskammta. vísir/Vilhelm Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. „Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
„Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira