Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 08:46 Rafhlaupahjólaslysum hefur fjölgað gríðarlega á milli ára. Vísir/Hjalti Freyr Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. Alvarlegum umferðarslysum hefur fækkað gríðarlega á síðustu áratugum og telur Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, það mega rekja að hluta til þess að almenningur sé mun meðvitaðri um öryggiskröfur í dag en fyrir tuttugu árum síðan. „Banaslysum hefur fækkað og alvarlegum slysum hefur fækkað í umferðinni. Meðaltal áranna 2011 til 2020, tíu ára meðaltal, er að það látast um tólf á ári. Á tíu ára tímabilinu þar á undan létust tuttugu. Þróunin er í rétta átt,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir margt spila inn í þessa fækkun banaslysa. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan „Ökutækin eru mun betri, þau eru mun öruggari. Ég vil meina það að við séum miklu upplýstari um öryggiskröfur og miklu meðvitaðri. Við sjáum ekki eins mikið í dag óábyrga hegðun eins og oft sást fyrrum. Ég get nefnt sem dæmi að 2006 létust samtals 31 einstaklingur í umferðarslysum á Íslandi. Þar af var stór hluti ungir ökumenn sem voru í hraðakstri.“ Ungir ökumenn ábyrgari í dag en áður Hann nefnir að árið 2007 hafi verið settar reglur um það að þeir sem voru með bráðabirgðaökuskírteini máttu ekki brjóta af sér oftar en fjórum sinnum, eða fá fjóra punkta, í umferðinni án þess að missa ökuleyfið. Þeir sem fá fleiri en fjóra punkta hafa síðan þá þurft að sækja námskeið og taka ökuprófið aftur. „Þetta fældi unga ökumenn frá því að viðhafa áhættuhegðun og árangurinn var hreint og sagt stórkostlegur. Það fækkaði svo ofboðslega slysum meðal ungs fólks,“ segir Einar. Þrír þættir sem orsaki flest rafhlaupahjólaslys Þrátt fyrir þessa almennu jákvæðu þróun í umferðarslysum hefur slysum vegna rafhlaupahjóla fjölgað gríðarlega á milli ára. Rekja megi rafhlaupahjólaslys til þriggja þátta að mati Einars. Sá fyrsti sé að ekkert aldurstakmark sé á notkun rafhlaupahjóla. „Við teljum mjög brýnt og það vantar mjög uppá að sumir foreldrar, og margir foreldrar, taki ábyrgð á gjörðum barna sinna hvað þetta varðar, að þau sjái til þess að þau fari að öllu réttu og þau séu með hjálm og svo framvegis,“ segir Einar Magnús. Annað sé ölvun. Talsverður hluti rafhlaupahjólaslysa megi rekja til ölvunar ökumannanna. „Það er búið að vera mjög mikið af slysum þar sem fólk er ölvað, grípur þessi hjól niðri í bæ og ætlar að fara á þeim heim. Það er stranglega bannað, það er stórhættulegt og það eru meira að segja viðurlög við því, þó þau séu ekki þannig að þú getir misst ökuréttindi því þú þarft ekki ökuréttindi á þetta,“ segir Einar. Þá sé nokkuð um það að eigendur rafhlaupahjóla eigi við þau til þess að komast hraðar en á 25 km hraða. „Menn hafa verið staðnir að og við erum að sjá í fréttum, upp í jafnvel 75 km hraða. Þá ertu bara að tala um allt annað tæki. Þá ertu að tala um skráningarskylt tæki og þú þarft ökuréttindi á slíkt tæki eins og þú þarft á stórt bifhjól.“ 104 alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en 27 í fyrra Aðspurður hvort til standi að banna rafhlaupahjól segist hann vona að svo verði ekki. Þetta séu frábær tæki en það sé í raun undir notendum þessara tækja komið, taki þeir sig ekki á. „Núna frá janúar til september hafa 104 slasast á þessum tækjum. Þá þurfti að kalla lögreglu til þannig að þeir eru kannski miklu fleiri sem fóru bara sjálfir niður á bráðamóttöku án þess að lögregla var kölluð til. Það má ætla líka í þessum 104 tilvikum hafi, fyrst lögregla var kölluð til, þetta verið alvarlegt. Árið á undan voru slysin 27. Þetta er ískyggileg þróun.“ Umferðaröryggi Samgöngur Rafhlaupahjól Bítið Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Varar við mikilli hættu í vetur Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. 30. október 2021 14:53 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alvarlegum umferðarslysum hefur fækkað gríðarlega á síðustu áratugum og telur Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, það mega rekja að hluta til þess að almenningur sé mun meðvitaðri um öryggiskröfur í dag en fyrir tuttugu árum síðan. „Banaslysum hefur fækkað og alvarlegum slysum hefur fækkað í umferðinni. Meðaltal áranna 2011 til 2020, tíu ára meðaltal, er að það látast um tólf á ári. Á tíu ára tímabilinu þar á undan létust tuttugu. Þróunin er í rétta átt,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir margt spila inn í þessa fækkun banaslysa. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan „Ökutækin eru mun betri, þau eru mun öruggari. Ég vil meina það að við séum miklu upplýstari um öryggiskröfur og miklu meðvitaðri. Við sjáum ekki eins mikið í dag óábyrga hegðun eins og oft sást fyrrum. Ég get nefnt sem dæmi að 2006 létust samtals 31 einstaklingur í umferðarslysum á Íslandi. Þar af var stór hluti ungir ökumenn sem voru í hraðakstri.“ Ungir ökumenn ábyrgari í dag en áður Hann nefnir að árið 2007 hafi verið settar reglur um það að þeir sem voru með bráðabirgðaökuskírteini máttu ekki brjóta af sér oftar en fjórum sinnum, eða fá fjóra punkta, í umferðinni án þess að missa ökuleyfið. Þeir sem fá fleiri en fjóra punkta hafa síðan þá þurft að sækja námskeið og taka ökuprófið aftur. „Þetta fældi unga ökumenn frá því að viðhafa áhættuhegðun og árangurinn var hreint og sagt stórkostlegur. Það fækkaði svo ofboðslega slysum meðal ungs fólks,“ segir Einar. Þrír þættir sem orsaki flest rafhlaupahjólaslys Þrátt fyrir þessa almennu jákvæðu þróun í umferðarslysum hefur slysum vegna rafhlaupahjóla fjölgað gríðarlega á milli ára. Rekja megi rafhlaupahjólaslys til þriggja þátta að mati Einars. Sá fyrsti sé að ekkert aldurstakmark sé á notkun rafhlaupahjóla. „Við teljum mjög brýnt og það vantar mjög uppá að sumir foreldrar, og margir foreldrar, taki ábyrgð á gjörðum barna sinna hvað þetta varðar, að þau sjái til þess að þau fari að öllu réttu og þau séu með hjálm og svo framvegis,“ segir Einar Magnús. Annað sé ölvun. Talsverður hluti rafhlaupahjólaslysa megi rekja til ölvunar ökumannanna. „Það er búið að vera mjög mikið af slysum þar sem fólk er ölvað, grípur þessi hjól niðri í bæ og ætlar að fara á þeim heim. Það er stranglega bannað, það er stórhættulegt og það eru meira að segja viðurlög við því, þó þau séu ekki þannig að þú getir misst ökuréttindi því þú þarft ekki ökuréttindi á þetta,“ segir Einar. Þá sé nokkuð um það að eigendur rafhlaupahjóla eigi við þau til þess að komast hraðar en á 25 km hraða. „Menn hafa verið staðnir að og við erum að sjá í fréttum, upp í jafnvel 75 km hraða. Þá ertu bara að tala um allt annað tæki. Þá ertu að tala um skráningarskylt tæki og þú þarft ökuréttindi á slíkt tæki eins og þú þarft á stórt bifhjól.“ 104 alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en 27 í fyrra Aðspurður hvort til standi að banna rafhlaupahjól segist hann vona að svo verði ekki. Þetta séu frábær tæki en það sé í raun undir notendum þessara tækja komið, taki þeir sig ekki á. „Núna frá janúar til september hafa 104 slasast á þessum tækjum. Þá þurfti að kalla lögreglu til þannig að þeir eru kannski miklu fleiri sem fóru bara sjálfir niður á bráðamóttöku án þess að lögregla var kölluð til. Það má ætla líka í þessum 104 tilvikum hafi, fyrst lögregla var kölluð til, þetta verið alvarlegt. Árið á undan voru slysin 27. Þetta er ískyggileg þróun.“
Umferðaröryggi Samgöngur Rafhlaupahjól Bítið Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Varar við mikilli hættu í vetur Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. 30. október 2021 14:53 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32
Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52
Varar við mikilli hættu í vetur Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. 30. október 2021 14:53