Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Mikil ánægja er á Vesturlandi með matarbílinn og framtakið að fara um landshlutann með vörur af svæðinu og bjóða íbúum þær til sölu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina. Matur Landbúnaður Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina.
Matur Landbúnaður Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent